Kom úr sundi að brotnu tjaldinu Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. ágúst 2024 19:35 Friðrik Dúi er brattur þrátt fyrir að þjóðhátíðin hafi ekki hafist á neinni óskabyrjun. vísir/bjarki „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“ Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04