Kom úr sundi að brotnu tjaldinu Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. ágúst 2024 19:35 Friðrik Dúi er brattur þrátt fyrir að þjóðhátíðin hafi ekki hafist á neinni óskabyrjun. vísir/bjarki „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“ Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04