Fótbolti

Jón Dagur kom inn af bekknum og skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í góðum heimasigri í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í góðum heimasigri í dag. Getty/Richard Pelham

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í 3-1 sigri Oud-Heverlee Leuven á Genk í belgísku deildinni.

Jón Dagur hefur byrjað á bekknum í tveimur fyrstu umferðum tímabilsins en minnti á sig í dag.

Hann kom inn á völlinn á 67. mínútu en þá var staðan 2-1 fyrir Leuven.

Markið skoraði hann á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Manuel Osifo.

Youssef Maziz og Thibault Vlietinck komu Leuven í 2-0 á fyrstu 36 mínútum leiksins en Genk minnkaði muninn á 61. mínútu.

Leuven gerði markalaust jafntefli í fyrstu umferðinni en þetta var því fyrsti sigur og fyrstu mörk liðsins á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×