Átta ára barátta endaði með kraftaverki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 08:01 Helga segir að þó svo að frjósemisferlið hafi verið óendanlega langt, krefjandi og sársaukafullt þá hafi því fylgt sú blessun að hún naut þess „extra“ vel að vera í móðurhlutverkinu. Aðsend „Það er svo stór og sjálfsagður partur af lífinu að eignast börn. Ég held að fæstir hugsi eitthvað sérstaklega út í að eiga kannski ekki möguleika á því, ekki fyrr en virkilega á reynir,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir. Árið 2004 fékk hún langþráða ósk uppfyllta þegar tvíburasynir hennar Oddur Fannar og Tómas Ingi komu í heiminn - eftir átta ára langt frjósemisferli. Endalaus bið Leiðir Helgu og Hjalta Páls Sigurðssonar lágu saman á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þeim var snemma ljóst að þau myndu þurfa á aðstoð tækninnar að halda til að fjölga mannkyninu. „Það var nefnilega alltaf vitað að ástæðan lægi hjá mér. Ég fékk botnlangakast þegar ég var unglingur og eftir það fór tíðahringurinn í algjört rugl. Svo kom það í ljós seinna meir að eggjastokkarnir voru bara gagnslausir; annar var tómur og hinn nánast horfinn. Þannig að vissum alveg frá upphafi að myndum þurfa aðstoð við barneignir og að við myndum þurfa á gjafaeggjum að halda. Og við vissum að það myndi taka tíma og vera erfitt.“ Ferlið sem tók við í kjölfarið átti sem fyrr segir eftir að spanna átta ár. Helga og Hjalti gengu í gegnum samtals fimm meðferðir þar sem gjafaegg voru fengin. Tók meðvitaða ákvörðun Líkt og Helga orðar það sjálf er þetta tímabil í móðu; undirlagt af vonum sem urðu að sárum vonbrigðum, og álagi við að halda andlitinu og sjálfsmyndinni. „Stundum frjóvguðust eggin ekki, í önnur skipti frjóvguðust þau og það endaði í fósturmissi. Inn á milli var svo þessi endalausa bið eftir nýjum eggjum,“ segir Helga en líkt og hún bendir á þá er það síður en svo hlaupið að því að fá gjafaegg á Íslandi. Barneignarferli Helgu og Hjalta hófst árið 1996, fyrir tíma Google og samfélagsmiðla. „Það var augljóslega ekki eins auðvelt og það er í dag að sækja upplýsingar og fá svör við hinum og þessum spurningum sem maður hafði. Þar af leiðandi var maður svolítið einn á báti, og við þurftum fyrst og fremst að reiða okkur á fjölskylduna upp á stuðning og þess háttar. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að vera ekkert að fela það sem við vorum að ganga í gegnum og ég talaði alltaf mjög opinskátt ef fólk spurði. Þetta var alltaf mjög opið innan fjölskyldunnar og vinahópsins.“ Helga tók snemma þá ákvörðun að ræða opinskátt um hlutina.Aðsend Hún rifjar upp að á þessum tíma var Barnaland vefsvæðið nýkomið, sem var í raun fyrsti íslenski samfélagsmiðilinn. „Ég man að ég var einhvern tímann að skoða það og það var vissulega frekar erfitt að sjá síðurnar sem mæður höfðu búið til þar sem þær voru að deila myndum og allskyns upplýsingum um börnin sín.“ Helga er menntaður viðskiptafræðingur og hefur komið víða við í atvinnulífinu. Á sama tíma og þau hjónin voru að ganga í gegnum krefjandi frjósemismeðferðir var hún eins og svo margar konur á þrítugsaldri að koma sér fyrir á vinnumarkaðnum og byggja upp starfsferilinn. Álagið var því augljóslega mikið. „Þú ert endalaust að taka við hinum og þessum niðurstöðum og fara í rannsóknir, taka inn hin og þessi lyf, og allt sem þessu fylgir. Á sama tíma ertu að reyna að lifa daglegu lífi og sinna því sem þarf.“ Tvöföld gleði „Það hefur áhrif á sjálfsmyndina að vera ekki fær um að eiga börn á náttúrulegan hátt. Þegar ég hugsa til baka þá hefði ég viljað hlúa aðeins betur að sjálfri mér í öllu þessu ferli,“ segir Helga jafnframt. „Ég hefði viljað leyfa mér að fara í gegnum allar tilfinningarnar sem ég upplifði gagnvart því að vera ófrjó. Ég datt í ákveðið Pollýönnuhlutverk þarna á þessum tíma; var alltaf að berjast við að vera jákvæð, til dæmis með því að einblína á að það væri nú gott að vandinn lægi hjá mér en ekki manninum mínum, af því að það væri svo miklu erfiðara fyrir karlmenn að horfast í augu við að vera ófrjóir. Ég var rosalega hörð við sjálfa mig og ég eiginlega leyfði mér ekki að upplifa alla sorgina og öll vonbrigðin.“ Um vorið 2003 var komið að fimmtu meðferðinni þar sem fósturvísar voru settir upp; seinustu þrír fósturvísarnir sem Hjalti og Helga áttu eftir. „Áður en sú meðferð hófst þá vorum við búin að ákveða að þetta myndi verða lokatilraunin okkar. Ef þetta myndi ekki ganga upp í þetta skipti þá myndum við ættleiða.“ Gleðin var því ólýsanleg þegar í ljós að lokatilraunin hafði borið árangur, og ekki nóg með það heldur voru tvö kraftaverkabörn á leiðinni. „En svo er það náttúrulega þannig að þegar maður er búinn að ganga í gegnum allt þetta ferli í svona langan tíma þá þorir maður ekki að missa sig í gleðinni alveg strax. Út á við var ég í skýjunum en inn á við var ég með varann á. Það var ekki fyrr en eftir fyrstu þrjá mánuðina á meðgöngunni, þegar mesta „hættutímabilið“ var liðið hjá að ég leyfði mér að slaka aðeins á. Og ég var strax staðráðin í því að njóta hverrar einustu mínútu á meðgöngunni. Ég ætlaði ekki að láta neitt stoppa mig í því; ég ætlaði ekki að láta neitt skyggja á það að nú væru þessi draumabörn loksins að koma í heiminn,“ segir Helga. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa leyft mér þessa hugsun á sínum tíma. Svo kom það líka á daginn að það var eins og líkaminn á mér væri eins og sniðin fyrir meðgöngu, og mér leið bara dásamlega allan tímann. Ég hefði auðveldlega getað gengið með fjögur börn! Strákunum lá svolítið mikið á að koma í heiminn, þeir fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og voru fyrstu fimm vikurnar á vökudeildinni. En ég leyfði því ekki einu sinni að stoppa mig í að njóta.“ Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Blessun í dulargervi Leiðir Helgu og Hjalta skildu þegar drengirnir voru tveggja ára. Í dag eru þau bæði í hamingusömu hjónabandi og þeir Oddur Fannar og Tómas Ingi búa svo vel að því að eiga fjóra samhenta foreldra, auk þess sem Helga eignaðist þrjú „bónus“börn með núverandi eiginmanni sínum, Einari Jónssyni. Helga fer hvergi leynt með það að ófrjósemi geti reynt gífurlegur prófsteinn á sambönd. „Þegar pör standa í þessum sporum þá er svo auðvelt að láta allan fókusinn í sambandinu fara á þetta eina verkefni. Þetta er svo mikið álag og svo mikið af tilfinningum sem fólk fer í gegnum. Og jafnvel þó að hlutirnir gangi upp þá er fólk kannski með ólíkar væntingar og stundum er það bara þannig að fólk vex í sundur.“ Helga segir að þó svo að ferlið hafi verið óendanlega langt, krefjandi og sársaukafullt þá hafi því fylgt sú blessun að hún naut þess „extra“ vel að vera í móðurhlutverkinu. „Fólk hefur stundum spurt mig hvort ég sé ekki leið að hafa ekki eignast fleiri börn en ég hef alltaf neitað því; ég er svo alsæl með mína tvo, þessa æðislegu, ungu, heilbrigðu og flottu menn. Mér finnst ég ekki geta beðið um meira. Ég veit ekki hvernig líf mitt hefði orðið án þeirra.“ Þann 24. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Helga hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum til styrktar Tilveru- samtaka um ófrjósemi. „Mér finnst það viðeigandi núna í ár, þegar það eru liðin tuttugu ár frá fæðingu langþráðu drengjanna minna. Ég ætla að hlaupa fyrir öll þau sem kljást við ófrjósemi. Senda smá þakklæti út í „kosmosið“ og styrkja í leiðinni þessi yndislegu samtök.“ Hér má heita á Helgu og styðja við starfsemi Tilveru. Heimasíða Tilveru. Börn og uppeldi Reykjavíkurmaraþon Frjósemi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Endalaus bið Leiðir Helgu og Hjalta Páls Sigurðssonar lágu saman á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þeim var snemma ljóst að þau myndu þurfa á aðstoð tækninnar að halda til að fjölga mannkyninu. „Það var nefnilega alltaf vitað að ástæðan lægi hjá mér. Ég fékk botnlangakast þegar ég var unglingur og eftir það fór tíðahringurinn í algjört rugl. Svo kom það í ljós seinna meir að eggjastokkarnir voru bara gagnslausir; annar var tómur og hinn nánast horfinn. Þannig að vissum alveg frá upphafi að myndum þurfa aðstoð við barneignir og að við myndum þurfa á gjafaeggjum að halda. Og við vissum að það myndi taka tíma og vera erfitt.“ Ferlið sem tók við í kjölfarið átti sem fyrr segir eftir að spanna átta ár. Helga og Hjalti gengu í gegnum samtals fimm meðferðir þar sem gjafaegg voru fengin. Tók meðvitaða ákvörðun Líkt og Helga orðar það sjálf er þetta tímabil í móðu; undirlagt af vonum sem urðu að sárum vonbrigðum, og álagi við að halda andlitinu og sjálfsmyndinni. „Stundum frjóvguðust eggin ekki, í önnur skipti frjóvguðust þau og það endaði í fósturmissi. Inn á milli var svo þessi endalausa bið eftir nýjum eggjum,“ segir Helga en líkt og hún bendir á þá er það síður en svo hlaupið að því að fá gjafaegg á Íslandi. Barneignarferli Helgu og Hjalta hófst árið 1996, fyrir tíma Google og samfélagsmiðla. „Það var augljóslega ekki eins auðvelt og það er í dag að sækja upplýsingar og fá svör við hinum og þessum spurningum sem maður hafði. Þar af leiðandi var maður svolítið einn á báti, og við þurftum fyrst og fremst að reiða okkur á fjölskylduna upp á stuðning og þess háttar. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að vera ekkert að fela það sem við vorum að ganga í gegnum og ég talaði alltaf mjög opinskátt ef fólk spurði. Þetta var alltaf mjög opið innan fjölskyldunnar og vinahópsins.“ Helga tók snemma þá ákvörðun að ræða opinskátt um hlutina.Aðsend Hún rifjar upp að á þessum tíma var Barnaland vefsvæðið nýkomið, sem var í raun fyrsti íslenski samfélagsmiðilinn. „Ég man að ég var einhvern tímann að skoða það og það var vissulega frekar erfitt að sjá síðurnar sem mæður höfðu búið til þar sem þær voru að deila myndum og allskyns upplýsingum um börnin sín.“ Helga er menntaður viðskiptafræðingur og hefur komið víða við í atvinnulífinu. Á sama tíma og þau hjónin voru að ganga í gegnum krefjandi frjósemismeðferðir var hún eins og svo margar konur á þrítugsaldri að koma sér fyrir á vinnumarkaðnum og byggja upp starfsferilinn. Álagið var því augljóslega mikið. „Þú ert endalaust að taka við hinum og þessum niðurstöðum og fara í rannsóknir, taka inn hin og þessi lyf, og allt sem þessu fylgir. Á sama tíma ertu að reyna að lifa daglegu lífi og sinna því sem þarf.“ Tvöföld gleði „Það hefur áhrif á sjálfsmyndina að vera ekki fær um að eiga börn á náttúrulegan hátt. Þegar ég hugsa til baka þá hefði ég viljað hlúa aðeins betur að sjálfri mér í öllu þessu ferli,“ segir Helga jafnframt. „Ég hefði viljað leyfa mér að fara í gegnum allar tilfinningarnar sem ég upplifði gagnvart því að vera ófrjó. Ég datt í ákveðið Pollýönnuhlutverk þarna á þessum tíma; var alltaf að berjast við að vera jákvæð, til dæmis með því að einblína á að það væri nú gott að vandinn lægi hjá mér en ekki manninum mínum, af því að það væri svo miklu erfiðara fyrir karlmenn að horfast í augu við að vera ófrjóir. Ég var rosalega hörð við sjálfa mig og ég eiginlega leyfði mér ekki að upplifa alla sorgina og öll vonbrigðin.“ Um vorið 2003 var komið að fimmtu meðferðinni þar sem fósturvísar voru settir upp; seinustu þrír fósturvísarnir sem Hjalti og Helga áttu eftir. „Áður en sú meðferð hófst þá vorum við búin að ákveða að þetta myndi verða lokatilraunin okkar. Ef þetta myndi ekki ganga upp í þetta skipti þá myndum við ættleiða.“ Gleðin var því ólýsanleg þegar í ljós að lokatilraunin hafði borið árangur, og ekki nóg með það heldur voru tvö kraftaverkabörn á leiðinni. „En svo er það náttúrulega þannig að þegar maður er búinn að ganga í gegnum allt þetta ferli í svona langan tíma þá þorir maður ekki að missa sig í gleðinni alveg strax. Út á við var ég í skýjunum en inn á við var ég með varann á. Það var ekki fyrr en eftir fyrstu þrjá mánuðina á meðgöngunni, þegar mesta „hættutímabilið“ var liðið hjá að ég leyfði mér að slaka aðeins á. Og ég var strax staðráðin í því að njóta hverrar einustu mínútu á meðgöngunni. Ég ætlaði ekki að láta neitt stoppa mig í því; ég ætlaði ekki að láta neitt skyggja á það að nú væru þessi draumabörn loksins að koma í heiminn,“ segir Helga. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa leyft mér þessa hugsun á sínum tíma. Svo kom það líka á daginn að það var eins og líkaminn á mér væri eins og sniðin fyrir meðgöngu, og mér leið bara dásamlega allan tímann. Ég hefði auðveldlega getað gengið með fjögur börn! Strákunum lá svolítið mikið á að koma í heiminn, þeir fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og voru fyrstu fimm vikurnar á vökudeildinni. En ég leyfði því ekki einu sinni að stoppa mig í að njóta.“ Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Blessun í dulargervi Leiðir Helgu og Hjalta skildu þegar drengirnir voru tveggja ára. Í dag eru þau bæði í hamingusömu hjónabandi og þeir Oddur Fannar og Tómas Ingi búa svo vel að því að eiga fjóra samhenta foreldra, auk þess sem Helga eignaðist þrjú „bónus“börn með núverandi eiginmanni sínum, Einari Jónssyni. Helga fer hvergi leynt með það að ófrjósemi geti reynt gífurlegur prófsteinn á sambönd. „Þegar pör standa í þessum sporum þá er svo auðvelt að láta allan fókusinn í sambandinu fara á þetta eina verkefni. Þetta er svo mikið álag og svo mikið af tilfinningum sem fólk fer í gegnum. Og jafnvel þó að hlutirnir gangi upp þá er fólk kannski með ólíkar væntingar og stundum er það bara þannig að fólk vex í sundur.“ Helga segir að þó svo að ferlið hafi verið óendanlega langt, krefjandi og sársaukafullt þá hafi því fylgt sú blessun að hún naut þess „extra“ vel að vera í móðurhlutverkinu. „Fólk hefur stundum spurt mig hvort ég sé ekki leið að hafa ekki eignast fleiri börn en ég hef alltaf neitað því; ég er svo alsæl með mína tvo, þessa æðislegu, ungu, heilbrigðu og flottu menn. Mér finnst ég ekki geta beðið um meira. Ég veit ekki hvernig líf mitt hefði orðið án þeirra.“ Þann 24. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Helga hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum til styrktar Tilveru- samtaka um ófrjósemi. „Mér finnst það viðeigandi núna í ár, þegar það eru liðin tuttugu ár frá fæðingu langþráðu drengjanna minna. Ég ætla að hlaupa fyrir öll þau sem kljást við ófrjósemi. Senda smá þakklæti út í „kosmosið“ og styrkja í leiðinni þessi yndislegu samtök.“ Hér má heita á Helgu og styðja við starfsemi Tilveru. Heimasíða Tilveru.
Börn og uppeldi Reykjavíkurmaraþon Frjósemi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira