Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. ágúst 2024 16:52 Það virðist sem að mjóu hafi munað að hann fengi bretti á fleygiferð í sig. Vísir/Samsett Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira