Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. ágúst 2024 13:53 Helgin gekk vel í Eyjum, að sögn Karls Gauta lögreglustjóra. Vísir/Viktor Freyr Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Umferð hefur að mestu gengið vel um helgina þrátt fyrir vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Nokkur umferð er um Landeyjahöfn en allir ökumenn sem þar eiga leið um eru stöðvaðir til að blása. Fór prýðilega fram „Það voru fá mál, það voru einhver ölvunartengd mál, líkamsárásir sem ekki voru kærðar. En að öðru leyti fór þetta alveg prýðilega fram. Það hafa komið einhver minniháttar fíkniefnamál alla dagana, nokkur síðasta sólarhringinn, held þau hafi verið fimm. Kynferðisbrot hafa engin borist okkur inn á okkar borð enn sem komið er,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Enginn gisti í fangaklefa í nótt. Margir leitað í Herjólfshöllina Töluvert rok og rigning hefur verið í Eyjum um helgina, en nokkur fjöldi fólks leitaði skjóls í Herjólfshöllinni. „Það var auðvitað svolítill umgamgur og straumur inn og út. En ég hugsa að það hafi verið kannski fimm hundruð manns þarna inni,“ segir Karl. Þjóðhátíðin í ár var með stærri Þjóðhátíðum segir Karl. Gestir hafi verið frá fimmtán til átján þúsund. Herjólfsdalur er þó í þokkalegu ásigkomulagi. „Ástandið í Dalnum er bara ágætt, ég fór þarna í morgun og þetta lítur bara vel út. Það er byrjað að hreinsa og þrátt fyrir þessa gífurlegu úrkomu er þetta bara minna drullusvað en ég bjóst við, miðað við þennan fjölda þarna,“ segir Karl.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira