Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 15:13 Regnbogafáninn er kominn til að vera. Reykjavíkurborg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32
Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54
Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33