Konur skipuleggi sig oft í marga mánuði áður en þær koma Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 21:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Bjarni Aukning hefur orðið í komum í Kvennaathvarfið síðustu mánuði og hafa rúmlega þrjátíu konur verið þar yfir sumartímann. Framkvæmdastýran telur aukningu í heimilisofbeldi ekki endilega skýringuna. Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda. Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í Kvennaathvarfinu í Reykjavík hafa 32 konur dvalið í sumar og 28 börn. Aukning hefur orðið í komum þangað síðustu mánuði. Í fyrrasumar var svipaður fjöldi sem leitaði þangað, þó færri með börn. „Það sem hefur verið svona sérstakt er að það hefur verið sérstaklega mikið af börnum og oft fleiri börn en konur í húsi. Akkúrat núna eru níu konur og þrettán börn í húsinu hjá okkur. Þannig það er áhugavert en það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tekur langan tíma að koma sér úr sambandinu Það á það til að vera meira að gera á sumrin þó það sé allur gangur á því. „Það getur verið oft að konur eru búnar að skipuleggja sig svolítið og vilja að krakkarnir klári skólann áður en þær koma, þær eru að koma utan af landi og annað. Þetta er oft úthugsað og margra mánaða planlegging að fara úr ofbeldissambandi,“ segir Linda. Fleiri sækja í viðtalstíma Þá er Kvennaathvarfið í miðri vitundarvakningu sem gæti spilað inn í. Oft er ekki samræmi milli tilkynninga um heimilisofbeldi og koma kvenna í athvarfið en Ríkislögreglustjóra barst 92 tilkynningar í júlí. Fjölgun er í ofbeldismálum milli maka en fækkun milli fyrrverandi maka. Þá fjölgar þeim sem sækja í viðtalstíma hjá athvarfinu. „Konur sem eru enn þá í sambandi og oft konur sem eru ekki vissar hvort þær séu í ofbeldissambandi og þurfa að skoða það. Þær eiga það til að spila niður aðstæðurnar og það er oft búið að fullvissa þær um að þær séu vandamálið og annað. Þannig það þarf oft að koma og skoða sín mál. Ákveða hvað maður ætlar að gera næst. Sumar eru að vinna sig út úr ofbeldi og aðrar eru að komnar út úr ofbeldissambandi en ofbeldið heldur oft áfram í gegnum börnin og samfélagsmiðla. Þannig þó svo að konur séu búnar að skilja, þá heldur ofbeldið oft áfram,“ segir Linda.
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira