Hundrað grömmum of þung og fær því ekki medalíu Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2024 19:15 Vinesh Phogat fær ekki medalíu þrátt fyrir að hafa komist í úrslit. Dan Mullan/Getty Images Vinesh Phogat átti að berjast um gullverðlaun í glímu á Ólympíuleikunum í kvöld en reyndist hundrað grömmum of þung þegar hún var vigtuð í morgun. Hún var samstundis dæmd úr leik og fær ekki silfurverðlaun. Vinesh komst nokkuð óvænt í úrslit eftir þrjár frábærar glímur í gær. Hún keppir í -50 kg. flokki, var undir því viðmiði í gærmorgun en þegar hún steig aftur á vigtina í morgun reyndist hún hundrað grömmum of þung. Reglur glímukeppninnar eru ólíkar því sem þekkist úr mörgum öðrum bardagaíþróttum. Þar fá keppendur oft tækifæri til að skera af sér ef þeir reynast of þungir við fyrstu vigtun, ýmsar leiðir eru til þess, sú algengasta að svitna vatnsþyngd burt í gufubaði og sumir ganga meira að segja svo langt að klippa af sér hárið. BREAKING : 6 Times World Champion and Olympic Gold Medalist Wrestler from USA, Jordan Burroughs comes in support of Vinesh Phogat and demands silver for her. A foreign athlete is standing with our champion #VineshPhogat but Indian Celebrities and sportspersons have bot spoken a… pic.twitter.com/ngcQih4yHN— Roshan Rai (@RoshanKrRaii) August 7, 2024 Vinesh fékk hins vegar ekki tækifæri til þess heldur var hún sjálfkrafa dæmd úr leik á Ólympíuleikunum, sem þýðir að hún fær ekki einu sinni silfurmedalíu. Yusneylys Guzman mun keppa í hennar stað um gullverðlaunin, gegn Söruh Hildebrandt. „Reglur eru reglur. Ég finn til með Vinesh og skil vonbrigðin vel en ef við leyfum þessi hundrað grömm þyrftum við næst að leyfa tvö hundruð grömm. Þetta tæki aldrei enda,“ sagði Nenad Lalovic sem situr í Ólympíunefndinni. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Vinesh komst nokkuð óvænt í úrslit eftir þrjár frábærar glímur í gær. Hún keppir í -50 kg. flokki, var undir því viðmiði í gærmorgun en þegar hún steig aftur á vigtina í morgun reyndist hún hundrað grömmum of þung. Reglur glímukeppninnar eru ólíkar því sem þekkist úr mörgum öðrum bardagaíþróttum. Þar fá keppendur oft tækifæri til að skera af sér ef þeir reynast of þungir við fyrstu vigtun, ýmsar leiðir eru til þess, sú algengasta að svitna vatnsþyngd burt í gufubaði og sumir ganga meira að segja svo langt að klippa af sér hárið. BREAKING : 6 Times World Champion and Olympic Gold Medalist Wrestler from USA, Jordan Burroughs comes in support of Vinesh Phogat and demands silver for her. A foreign athlete is standing with our champion #VineshPhogat but Indian Celebrities and sportspersons have bot spoken a… pic.twitter.com/ngcQih4yHN— Roshan Rai (@RoshanKrRaii) August 7, 2024 Vinesh fékk hins vegar ekki tækifæri til þess heldur var hún sjálfkrafa dæmd úr leik á Ólympíuleikunum, sem þýðir að hún fær ekki einu sinni silfurmedalíu. Yusneylys Guzman mun keppa í hennar stað um gullverðlaunin, gegn Söruh Hildebrandt. „Reglur eru reglur. Ég finn til með Vinesh og skil vonbrigðin vel en ef við leyfum þessi hundrað grömm þyrftum við næst að leyfa tvö hundruð grömm. Þetta tæki aldrei enda,“ sagði Nenad Lalovic sem situr í Ólympíunefndinni.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira