Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira