Fékk núll í einkunn í dýfingakeppninni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Alison Gibson tók þátt í keppni á 3 metra bretti á Ólympíuleikunum í París. Vísir/Getty Dýfingakeppni Ólympíuleikanna vekur alltaf töluverða athygli fyrir ótrúleg tilþrif keppenda. Stökk hinnar bandarísku Alison Gibson vakti hins vegar athygli fyrir hið andstæða. Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum