Sport

Spilaði „Imagine“ til að róa æsta kepp­endur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ana Patricia Silva Ramos og Brandie Wilkerson rífast í úrslitaleik Brasilíu og Kanada í strandblaki kvenna á Ólympíuleikunum.
Ana Patricia Silva Ramos og Brandie Wilkerson rífast í úrslitaleik Brasilíu og Kanada í strandblaki kvenna á Ólympíuleikunum. getty/Michael Reaves

Þegar keppendur í úrslitaleik kvenna í strandblaki á Ólympíuleikunum fóru að rífast átti plötusnúður ás uppi í erminni.

Brasilía og Kanada áttust við í úrslitaleik kvenna í strandblaki í gær. Eftir að kanadíska liðið minnkaði muninn í 11-8 byrjuðu keppendur að hnakkrífast og dómari leiksins þurfti að skerast í leikinn.

Plötusnúðurinn á leiknum brá þá á það ráð að spila lag Johns Lennon, „Imagine“. Og viti menn, við það breyttist andrúmsloftið.

Leikmenn brostu og klöppuðu fyrir tónlistarvalinu. Og áhorfendur byrjuðu síðan að syngja. Myndband af þessu fallega augnabliki og umskiptunum sem urðu þegar plötusnúðurinn byrjaði að spila „Imagine“ má sjá hér fyrir neðan.

Brasilía vann leikinn á endanum, 2-1, og þær Ana Patricia Silva Ramos og Eduarda Santos Lisboa fengu gullmedalíu um hálsinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×