City vann Samfélagsskjöldinn eftir vítakeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 16:10 Manuel Akanji skorar og tryggir Manchester City Samfélagsskjöldinn. getty/Stu Forster Manchester City vann Samfélagsskjöldinn eftir sigur á Manchester United í vítaspyrnukeppni, 7-6. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju umferð bráðabana. Þá skaut Jonny Evans yfir en Manuel Akanji skoraði og tryggði City sigurinn. Þetta er í sjöunda sinn sem City vinnur Samfélagsskjöldinn. City var meira með boltann í leiknum en United fékk hættulegri færi. Marcus Rashford fékk þau tvö bestu. Í fyrra skiptið skaut hann langt framhjá og í því seinna setti hann boltann í stöngina. Þá var mark dæmt af Bruno Fernandes. Alejandro Garnacho kom United yfir á 82. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Fernandes, lék inn á vítateig City og skoraði með vinstri fótar skoti. GARNACHO DELIVERS ⭐️@agarnacho7 with a delightful finish for @ManUtd 🔴#CommunityShield pic.twitter.com/zhwMbDlypS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024 Þegar mínúta var til leiksloka jafnaði Bernardo Silva fyrir City. Oscar Bobb sneri þá skemmtilega á Lisandro Martínez og sendi fyrir á Silva sem skallaði boltann í netið. Silva, sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag, tryggði City því vítakeppni. BERNARDO SILVA 🤯@ManCity's man with a late leveller in the Manchester Derby!#CommunityShield pic.twitter.com/zLkRqfUeGN— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024 Þar varði André Onana frá Silva og Ederson frá Jadon Sancho. Ederson tryggði City svo bráðabana með því að skora úr síðasta víti þeirra. Liðin skoruðu síðan úr næstu fjórum spyrnum sínum áður en Evans klikkaði. Akanji tryggði City svo Samfélagsskjöldin eins og áður sagði. AKANJI WINS IT! 🏆@ManCity are your 2024 #CommunityShield winners 🔵 pic.twitter.com/2EoMZu55aG— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024 Enski boltinn Fótbolti
Manchester City vann Samfélagsskjöldinn eftir sigur á Manchester United í vítaspyrnukeppni, 7-6. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju umferð bráðabana. Þá skaut Jonny Evans yfir en Manuel Akanji skoraði og tryggði City sigurinn. Þetta er í sjöunda sinn sem City vinnur Samfélagsskjöldinn. City var meira með boltann í leiknum en United fékk hættulegri færi. Marcus Rashford fékk þau tvö bestu. Í fyrra skiptið skaut hann langt framhjá og í því seinna setti hann boltann í stöngina. Þá var mark dæmt af Bruno Fernandes. Alejandro Garnacho kom United yfir á 82. mínútu. Hann fékk boltann þá frá Fernandes, lék inn á vítateig City og skoraði með vinstri fótar skoti. GARNACHO DELIVERS ⭐️@agarnacho7 with a delightful finish for @ManUtd 🔴#CommunityShield pic.twitter.com/zhwMbDlypS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024 Þegar mínúta var til leiksloka jafnaði Bernardo Silva fyrir City. Oscar Bobb sneri þá skemmtilega á Lisandro Martínez og sendi fyrir á Silva sem skallaði boltann í netið. Silva, sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag, tryggði City því vítakeppni. BERNARDO SILVA 🤯@ManCity's man with a late leveller in the Manchester Derby!#CommunityShield pic.twitter.com/zLkRqfUeGN— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024 Þar varði André Onana frá Silva og Ederson frá Jadon Sancho. Ederson tryggði City svo bráðabana með því að skora úr síðasta víti þeirra. Liðin skoruðu síðan úr næstu fjórum spyrnum sínum áður en Evans klikkaði. Akanji tryggði City svo Samfélagsskjöldin eins og áður sagði. AKANJI WINS IT! 🏆@ManCity are your 2024 #CommunityShield winners 🔵 pic.twitter.com/2EoMZu55aG— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) August 10, 2024