Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2024 16:06 Fjölmiðlinum Politico bárust gögn úr herbúðum Donalds Trump, sem fengin voru með ólöglegum hætti. AP Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. Sá grunur var ekki rökstuddur frekar, en yfirlýsingin kom daginn eftir að Microsoft greindi frá því að erlendir aðilar hefðu verið að reyna komast í viðkvæm gögn í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í skýrslu Microsoft segir að íranskir tölvuþrjótar á vegum hersins hafi sent gildru í formi tölvupósts til háttsetts manns í forsetaframboðsteymi, í gegnum stolinn bandarískan tölvupóstaðgang. Fjölmiðill fékk gögn úr herbúðum Trumps Fjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá tölvuárásinni. Þar kemur fram að miðillinn hafi fengið tölvupósta frá ónefndum heimildamanni sem bauð þeim gögn innan úr herbúðum Trumps. Þar var meðal annars að finna ítarlega rannsókn á JD Vance sem framboðið virðist hafa látið framkvæmda í febrúar, en Vance var valinn varaforsetaefni Repúblíkana í júlí. Steven Cheung, talsmaður framboðs Trumps, segir að árásin hafi verið gerð af „erlendum öflum sem væru óvinveitt Bandaríkjunum.“ Talsmaður öryggisráðsins sagði í yfirlýsingu að allar tilkynningar um innrás erlendra afla væru teknar mjög alvarlega. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sá grunur var ekki rökstuddur frekar, en yfirlýsingin kom daginn eftir að Microsoft greindi frá því að erlendir aðilar hefðu verið að reyna komast í viðkvæm gögn í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í skýrslu Microsoft segir að íranskir tölvuþrjótar á vegum hersins hafi sent gildru í formi tölvupósts til háttsetts manns í forsetaframboðsteymi, í gegnum stolinn bandarískan tölvupóstaðgang. Fjölmiðill fékk gögn úr herbúðum Trumps Fjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá tölvuárásinni. Þar kemur fram að miðillinn hafi fengið tölvupósta frá ónefndum heimildamanni sem bauð þeim gögn innan úr herbúðum Trumps. Þar var meðal annars að finna ítarlega rannsókn á JD Vance sem framboðið virðist hafa látið framkvæmda í febrúar, en Vance var valinn varaforsetaefni Repúblíkana í júlí. Steven Cheung, talsmaður framboðs Trumps, segir að árásin hafi verið gerð af „erlendum öflum sem væru óvinveitt Bandaríkjunum.“ Talsmaður öryggisráðsins sagði í yfirlýsingu að allar tilkynningar um innrás erlendra afla væru teknar mjög alvarlega.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira