Hulda Clara kórónaði frábært sumar með sigri í Hvaleyrarbikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 09:00 Hulda Clara Gestsdóttir fagnar sigri í Hvaleyrarbikarnum í gær. GSÍmyndir/Seth@gsi.is Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur fögnuðu sigri í Hvaleyrarbikarnum í golfi um helgina en mótið var lokamótið á stigamótaröð GSÍ 2024. Hulda Clara kórónaði þar með glæsilegt sumar hjá sér því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði og sigurinn í Hvaleyrarbikarnum tryggði henni einnig stigameistaratitilinn. Hún var einnig að vinna Hvaleyrarbikarinn annað árið í röð. Hulda lék hringina þrjá á 76, 73 og 76 höggum. Hún tók forystuna á öðrum keppnisdegi og sigraði með fimm högga mun þegar uppi var staðið. Mosfellingarnir Eva Kristinsdóttir og Berglind Erla Baldursdóttir komu næstar. Berglind Björnsdóttir úr GR fór holu í höggi í mótinu. Sló hún draumahöggið á tólftu holunni á öðrum keppnisdegi. Tómas byrjaði mótið frábærlega þegar hann setti vallarmet á fyrsta degi með því að spila á 65 höggum. Forskotið minnkaði þegar leið á mótið en Tómas hélt velli og sigraði með eins höggs mund. Hann lék samtals á fimm höggum undir pari og hringina þrjá á 65, 71 og 75 höggum. Breki Gunnarsson Arndal úr GKG og Jóhann Frank Halldórsson úr GR komu næstir. Stigameistari karla varð Aron Snær Júlíusson úr GKG sem einnig er Íslandsmeistari og varð hann stigameistari í annað sinn. Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, urðu stigameistarar GSÍ 2024.gsímyndir/seth@gsi.is Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hulda Clara kórónaði þar með glæsilegt sumar hjá sér því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði og sigurinn í Hvaleyrarbikarnum tryggði henni einnig stigameistaratitilinn. Hún var einnig að vinna Hvaleyrarbikarinn annað árið í röð. Hulda lék hringina þrjá á 76, 73 og 76 höggum. Hún tók forystuna á öðrum keppnisdegi og sigraði með fimm högga mun þegar uppi var staðið. Mosfellingarnir Eva Kristinsdóttir og Berglind Erla Baldursdóttir komu næstar. Berglind Björnsdóttir úr GR fór holu í höggi í mótinu. Sló hún draumahöggið á tólftu holunni á öðrum keppnisdegi. Tómas byrjaði mótið frábærlega þegar hann setti vallarmet á fyrsta degi með því að spila á 65 höggum. Forskotið minnkaði þegar leið á mótið en Tómas hélt velli og sigraði með eins höggs mund. Hann lék samtals á fimm höggum undir pari og hringina þrjá á 65, 71 og 75 höggum. Breki Gunnarsson Arndal úr GKG og Jóhann Frank Halldórsson úr GR komu næstir. Stigameistari karla varð Aron Snær Júlíusson úr GKG sem einnig er Íslandsmeistari og varð hann stigameistari í annað sinn. Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, urðu stigameistarar GSÍ 2024.gsímyndir/seth@gsi.is
Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira