Aðeins fimmtíu metra frá marki þegar hann drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:31 James Sprague er nýr heimsmeistari í CrossFit. Hér hefur hann klárað grein við hliðina á brautinni þar sem Lazar Dukic átti að keppa. @crossfitgames Rudy Trevino var eitt af vitnunum er Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit. Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Hann sagði frá upplifun sinni í samtali við Barbend vefinn. „Hann var þarna og svo var hann skyndilega horfinn,“ sagði Rudy Trevino um það þegar Dukic hvarf ofan í Marine Creek vatnið. Trevino hefur sjálfur rekið CrossFit stöð í San Antonio í tíu ár. Hann er fyrrum gæslumaður á baðströnd og þjálfaður í að bjarga fólki úr vatni. Hann var líka með það á hreinu sem var að gerast þarna. „Það eru þessu klassísku merki sem þú ert þjálfaður í að taka eftir. Lazar sýndi þau öll. Höfuð hans hallaði aftur, augun voru galopin og hann hreyfðist upp og niður,“ sagði Trevino. Hann segist hafa byrjað strax að öskra á hjálp. „Þeir hlustuðu ekki á mig,“ sagði Trevino. Trevino telur að Dukic hafi þarna verið aðeins fimmtíu metra frá markinu. Trevino reyndi að komast fram hjá öryggisvörðunum en þeir stöðvuðu för hans. „Ég grátbað þá um að að koma einhverjum til hans en þeir sögðust vera með stjórn á öllu sem þeir voru ekki með,“ sagði Trevino. „Þá fór ég að efast um það sem ég hafði séð. Ég fór að vona að ég hefði ekki rétt fyrir mér. Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki reynt meira að komast fram hjá þeim. Ná að vekja athygli einhvers sem hafði meiri völd til að gera eitthvað. Á þeirri stundu hafði hann bara verið á kafi í mínútu,“ sagði Trevino. CrossFit samtökin ákváðu að klára keppnina en hafa gefið það út að utanaðkomandi rannsókn muni fara fram og niðurstöður hennar eru líklegar til að kalla á breytingar á keppni á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira