Dró framboðið til baka til að forðast innanflokkserjur Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 08:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti veifar úr landgangi forsetaflugvélarinnar í síðustu viku. Þá var hann á leið að hitta starfsliðs framboðs síns til þess að þakka því fyrir störf sín. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti telur að keppnin milli sín og Donalds Trump hefði ekki ráðist fyrr en á lokasprettinum hefði hann haldið áfram í framboði. Hann segist hafa dregið sig í hlé til þess að innanflokkserjur um framboð sitt skemmdu ekki fyrir demókrötum í kosningunum. Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“