Vodafone Sport
Klukkan 18.55 hefst útsending frá Stálborginni Sheffield á Englandi þar sem Sheffield United tekur á móti Wrexham, Hollywood-liðinu sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum, í enska deildarbikarnum.
Sheffield leikur í ensku B-deildinni á meðan Wrexham er deild neðar.
Klukkan 22.30 er komið að leik Cleveland Guardians og Chicago Cubs í MLB-deildinni í hafnabolta. Guardians hefur til þessa á leiktíðinni unnið 69 leiki og tapað 49 á meðan Cubs hefur unnið 59 og tapað 60.