Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir minntist Lazar Dukic sem drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. „Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira