„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2024 10:30 Adam Ægir hefur komið sér vel fyrir hjá nýja félaginu. AC PERUGIA Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira
Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira