Gústi B leitar sér að vinnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 12:41 Gústi B lítur björtum augum til framtíðar. Vísir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957. „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Samfélagsmiðlar Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira