Tugir þúsunda létust af völdum hita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 13:17 Kona gengur fram hjá viftu sem dreifir vatnsúða í kæfandi hita í Aþenu síðasta sumar. Einna flest dauðsföll af völdum hita voru í Grikklandi í fyrra. Vísir/EPA Fleiri en 47.000 manns létust af völdum hita í Evrópu í fyrra samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Aðlögunaraðgerðir vegna hækkandi hita síðustu tvo áratugina eru sagðar hafa forðað mun meiri mannskaða. Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið það heitasta í mælingasögunni voru dauðsföllin af völdum hita nokkru færri en árið 2022 þegar fleiri en 60.000 manns létust. Spænska rannsóknastofnunin ISGGlobal áætlar að dauðsföllin í fyrra hefðu verið allt að áttatíu prósent fleiri án viðvörunarkerfa og umbóta í heilbrigðiskerfum Evrópulanda sem gripið hefur verið til undanfarin tuttugu ár. „Niðurstöður okkar sýna að það hefur átt sér stað aðlögun samfélagsins að háum hita á þessari öld sem hefur dregið verulega úr áhættu og dauðsföllum tengdum hita undanfarin sumur, sérstaklega á meðal eldra fólks,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Elisu Gallo, aðalhöfundi rannsóknarinnar. Hlutfallslega flest dauðsföllin voru í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og Spáni. Rannsóknin byggði á gögnum um dauðsföll og hitamælingar í 35 Evrópulöndum. Útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Fyrr í sumar var hitamet yfir hæsta meðalhita á jörðinni slegið tvo daga í röð. Loftslagsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta ár hafi verið það heitasta í mælingasögunni voru dauðsföllin af völdum hita nokkru færri en árið 2022 þegar fleiri en 60.000 manns létust. Spænska rannsóknastofnunin ISGGlobal áætlar að dauðsföllin í fyrra hefðu verið allt að áttatíu prósent fleiri án viðvörunarkerfa og umbóta í heilbrigðiskerfum Evrópulanda sem gripið hefur verið til undanfarin tuttugu ár. „Niðurstöður okkar sýna að það hefur átt sér stað aðlögun samfélagsins að háum hita á þessari öld sem hefur dregið verulega úr áhættu og dauðsföllum tengdum hita undanfarin sumur, sérstaklega á meðal eldra fólks,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Elisu Gallo, aðalhöfundi rannsóknarinnar. Hlutfallslega flest dauðsföllin voru í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og Spáni. Rannsóknin byggði á gögnum um dauðsföll og hitamælingar í 35 Evrópulöndum. Útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Fyrr í sumar var hitamet yfir hæsta meðalhita á jörðinni slegið tvo daga í röð.
Loftslagsmál Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira