Enski boltinn

De Ligt og Mazra­oui endan­lega stað­festir sem leik­­menn Man Utd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Manchester.
Mættur til Manchester. Manchester United

Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München.

Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleg vistaskipti hollenska miðvarðarins sem spilaði undir stjórn Erik Ten Hag, núverandi þjálfara Man United, þegar hann var hjá Ajax. 

Hinn 25 ára gamli De Ligt var ungur að árum orðinn lykilmaður hjá Ajax. Hann fór til Juventus árið 2019 en var seldur þaðan til Bayern München þar sem ítalska félagið var í fjárhagsvandræðum. Hjá Bayern varð De Ligt meistari tímabilið 2022-23 en hann varð einnig meistari með Ajax og Juventus þar áður. 

Hann skrifar undir samning á Englandi til ársins 2029 með möguleika á eins árs framlengingu. Ekki kemur fram hvað Man United borgar fyrir kappann en talið er að verðmiðinn sé í kringum 40 milljónir punda eða um sjö milljarðar íslenskra króna.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Man United í dag en bakvörðurinn Mazraoui var einnig kynntur til leiks í dag. Þessi 26 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til ársins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

De Ligt og Mazra­oui til United á morgun

Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano.

Ten Hag vill bæta meira í hópinn

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er þess fullviss að lið hans geti unnið hvaða lið sem er þegar liðið er fullskipað. Hann segist vonast eftir því að bæta fleiri leikmönnum í hópinn á næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×