Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir kallar eftir því að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist á fyrsta degi heimsleikanna. @katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
„Ég á erfitt með að finna réttu orðin eftir þennan hryllilega atburð um síðustu helgi. Fréttirnar af andláti Lazar Dukic, á meðan hann var að keppa á heimsleikunum, er meira en reiðarslag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Ég hef verið í vandræðum með það síðustu fjóra daga að finna réttu leiðina til að deila sorg minni og pirringi. Það eru engin orð til sem ná yfir allar þær tilfinningar mínar,“ skrifaði Katrín Tanja. Það er ljóst að hennar mati að öryggismál heimsleikanna hafi ekki verið á góðum stað. Óskiljanlegt að við höfum misst Lazar „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Það er óskiljanlegt að við höfum misst Lazar og ég trúi því ekki að við séum að glíma við þennan veruleika í dag,“ skrifaði Katrín. „Í mörg ár hefur íþróttafólkið haft áhyggjur af öryggi sínu, hvort sem það er vegna hitaslaga, of mikils álags eða öðrum áhættuþáttum sem íþróttafólkið hefur þurft að takast á við. Það hefur ekki verið hlustað á okkur,“ skrifaði Katrín. Þurfa að taka ábyrgð „Nú þurfum við að takast á við óhugsandi afleiðingar af þessari hunsun á okkar varnaðarorðum. Ég vildi óska þess að við gætum farið til baka og breytt endinum en ekkert mun færa okkur hann aftur. Það sem við getum vonast eftir núna er að fólk taki ábyrgð á því sem gerðist og breytingar verði gerðar hjá samtökunum sem brugðust honum,“ skrifaði Katrín. Katrín segist ekki hafa þekkt Lazar persónulega en það hafi verið augljóst að hann var leiðarljós og innblástur fyrir svo margra. Arfleið hans mun lifa „Hann kom með svo jákvæða orku og lyfti öllum upp í kringum sig. Ljós hans og arfleifð mun lifa innan okkar samfélag til eilífðarnóns,“ skrifaði Katrín. „Hjarta mitt og bænir eru hjá bróður hans Luka, Önju kærustu hans, fjölskyldu hans og öllum þeim sem elskuðu hann,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira