Vill afsökunarbeiðni vegna dómaramistaka sem kostuðu hana gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 11:30 Amber Rutter með silfurmedalíuna og soninn Tommy við heimkomuna frá París. getty/Leon Neal Breska skyttan Amber Rutter vill fá afsökunarbeiðni vegna dómaramistakanna sem urðu til þess að hún vann ekki gullið í haglabyssuskotfimi (e. skeet) á Ólympíuleikunum í París. Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira
Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira