Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 14:06 Konan lést úr ofnæmislosti eftir að hún borðaði á veitingastað í Disney World-skemmtigarðinum á Flórída í október 2023. Vísir/EPA Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga. Disney Bandaríkin Streymisveitur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga.
Disney Bandaríkin Streymisveitur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira