Sunneva og Tanja eru meðal vinsælustu áhrifavalda landsins og eru óhræddar við að birta djarfar myndir af sér á samfélagsmiðlum.
Í þættinum spyr Jakob hvor þær hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Báðar svara því játandi: „Ég held það sé mjög augljóst sko,“ segir Sunneva.
Arnar spyr hvort þær hafi fengið sér sílíkonpúða í brjóstin, hvers vegna og hversu gamlar þær hefðu verið?
„Ég hef mikinn áhuga á sillum. Ég hef gaman að þeim,“ segir Arnar.
„Ég fékk mér sillur útaf því að ég er með bringu sem er svona innfallin, og þá var þetta bara smá svona skakkt og mig langaði bara að laga það, þannig að, ég hef aldrei sagt þetta neins staðar, en ég er með þú veist stærri púða öðru megin og minni púða hinum megin til þess að jafna það út. Það var pointið mitt sko. Ég var alveg lítil, ég var alveg átján eða nítján,“ segir Sunneva og bætir við:
„Mér finnst það alveg frekar ungt sko. Mér fannt ég svo fullorðin að geta tekið þess ákvörðun.“
Tanja Ýr tekur undir ummæli Sunnevu. „Ég er búin að fara í hundrað lýtaaðgerðir, nei djók,“ segir Tanja og hlær. Hún viðurkennir að hún hafi gengið of langt í lýtaaðgerðum og telur upp hluti sem hún hefur látið fjarlægja. Þar nefnir hún fyllefni í vörunum sem hafði ekki farið úr vörunum að sjálfu sér líkt og það ætti að gera með tímanum.
Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: