15 íslenskar þáttaraðir á Stöð 2 í haust Stöð 2 19. ágúst 2024 10:22 Fyrsta þáttaröð Svörtu sanda sló í gegn og hlaut meðal annars tilnefningu til Edduverðlaunanna 2023. Glassriver Haustdagskrá Stöðvar 2 lítur brátt dagsins ljós þar sem 15 innlendar þáttaraðir verða frumsýndar, ýmist vinsælar þáttaraðir sem snúa aftur eða glænýtt efni af ýmsum toga. Þóra Björg Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fjölbreytni einkenna dagskrána. Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2. „Við frumsýnum þrjár leiknar þáttaraðir á haustmánuðum sem koma sannarlega úr sitt hvorri áttinni. Svörtu sandar snúa aftur í október en við höldum áfram sögunni 15 mánuðum eftir atburði síðustu þáttaraðar. Þegar hræðilegir atburðir gerast aftur í þorpinu er nokkuð ljóst að ofbeldi, vanræksla og morð í fortíðinni minnir þorpsbúa á að illska nærist á þöggun. Þau Baldvin Z, Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Erlendur Sveinsson leikstýra þessum mögnuðu þáttum og Aldís Amah, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Aron Már Ólafsson og Ævar Þór Benediktsson eru á meðal aðalleikara.“ Áfallið sem fyrri þáttaröð Svörtu sanda fjallaði um liggur enn þungt á bæjarbúum Glerársanda. Þá sérstaklega Anítu, þar sem hún reynir að vera til staðar fyrir nýfædda dóttur sína. Saga Garðars og Steindi Jr. kitla hláturtaugarnar Um jólin verða sketsaþættirnir Draumahöllin frumsýndir en Steindi Jr., Saga Garðars og Magnús Leifsson skrifuðu þessa frábæru þætti. Þegar þetta fólk kemur saman er heldur betur von á góðu en þessir þættir verða engu öðru líkir,“ „Þegar sketsaþættir eru annarsvegar þá er svo gaman að leyfa hverju atriði fyrir sig að koma sér skemmtilega á óvart og kitla hláturtaugarnar á mismunandi hátt. Það er óhætt að leyfa sér að hlakka til þegar þessir þættir hefjast hjá okkur." Saga Garðars og Steindi Jr. fara á kostum í nýrri þáttaröð. „Þegar sketsaþættir eru annarsvegar þá er svo gaman að leyfa hverju atriði fyrir sig að koma sér skemmtilega á óvart og kitla hláturtaugarnar á mismunandi hátt." Tveir vinir kaupa subbulegan bar „En við hefjum þó leika á gamanseríunni Flamingo bar þar sem við fylgjumst með vinunum Tinnu og Bjarka sem fjárfesta í subbulega barnum Flamingo og reyna að snúa rekstrinum við með gamansömum afleiðingum. Seríuna prýða margir af okkar bestu upprennandi gamanleikurum svo það er óhætt að segja að von er á góðu." Flamingo er splunkuný þáttaröð sem hefur göngu sína í haust á Stöð 2. „Og talandi um gaman þá verðum við með tvo glænýja gamanþætti á föstudögum í vetur." Heimsækja verstu áfangastaði heims „Í nýjum ferðaþætti ferðast Steindi og Dóri DNA til vinsælustu áfangastaða íslenskra ferðalanga en í stað þess að leita að lífsins þægindum á ferðalaginu prófa þeir þess í stað allt það óvenjulegast og jafnvel versta sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða. Auðunn Blöndal mun síðan frumsýna nýjan skemmtiþátt, Bannað að hlæja, þar sem hann býður góðum vinum í matarboð. Í boðinu má enginn hlæja en markmiðið leiksins er hins vegar að koma öðrum til að hlæja. Hversu langt eru gestirnir tilbúnir að ganga til að koma hinum til að hlæja?“ Eftirmál á skjánum Einir vinsælustu hlaðvarpsþættir landsins, Eftirmál, munu birtast landsmönnum á skjánum í haust. Nadine Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir stýra þættinum en þær hafa einstakt lag á því að fjalla á skemmtilegan og áhugaverðan hátt um viðfangsefni sín og glæða þau nýju lífi í sjónvarpsþáttunum. Gamlir vinir snúa aftur Gulli Helga mætir aftur á skjáinn með hina geysivinsælu þætti Gulli byggir þar sem hann fylgist með fólki í f framkvæmdum. Hinn eini sanni Gulli Helga snýr aftur á skjáinn með þættina sína Gulli byggir. Í þessari þáttaröð fylgir Gulli ekki bara eftir verkefnum hér á landi heldur fer líka út fyrir landssteinana. Það verður spennandi að venju að sjá hver útkoman verður en ekki síður að fylgjast með ferlinu sjálfu. Auðunn Blöndal snýr aftur með Edduverðlaunaþættina Tónlistarmennirnir okkar og í þessari þáttaröð fylgir hann Birni Jörundi, Svölu Björgvins, Herberti Guðmunds, Lóu Hjálmtýsdóttur, Páli Óskari og Bríeti eftir. Auðunn Blöndal nær einstöku sambandi við viðmælendur sína og mætir nú með nýja þáttaröð þar sem hann talar við tónlistarfólk. Skemmti- og spurningaþátturinn Kviss með Birni Braga snýr aftur í byrjun september og árið verður síðan gert upp í Kviss ársins sem sló heldur betur í gegn í fyrra. Þetta er fimmti veturinn sem Kviss er á dagskrá Stöðvar 2 en þættirnir hafa svo sannarlega slegið í gegn enda fer þarna saman einstök blanda af skemmtun og spennu. Heimildaþættir og raunveruleiki Heimir Karlsson snýr aftur með þættina Dýraspítalinn en þar kynnist hann gæludýrum og eigendum þeirra. Það getur oft tekið á þegar bestu vinir mannsins þurfa að leita til læknis en í þáttunum fáum við einstaka innsýn í þennan heim. Þá snýr vinkonuhópurinn LXS aftur og gefur okkur innsýn í líf, störf og ferðalög þeirra vinkvenna. Stelpurnar í LXS mæta aftur til leiks og mega áhorfendur eiga von á frábærri skemmtun og mögulega smá drama. Það er alltaf stuð þar sem vinkonuhópurinn kemur saman. Kristján Már frumsýnir nýju þáttaröðina Flugþjóðin en í þessum fræðandi þáttum er flugsaga Íslendinga rakin en fáar þjóðir þurfa að reiða sig jafn mikið á flugsamgöngur og við Íslendingar á eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi. Kaninn eru fróðlegir þættir um bandaríska körfuboltamenn sem fluttu hingað til lands á níunda og tíunda áratugnum þegar tíðarandinn var aðeins annar hér landi og þótti koma þeirra því ansi merkileg. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í nóvember. „Eins og sjá má þá ættu allir að geta fundið sér eitthvað innlent efni við hæfi á Stöð 2 í haust en einnig verður fjöldi erlendra þáttaraða frumsýndar í haust og skemmtileg kvikmyndaþemu á laugardögum framundan t.d. Jurassic Park myndirnar, Hrekkjavökumyndir, Harry Potter og svo jólamyndirnar góðu þegar þar að kemur. Og allt saman að sjálfsögðu aðgengilegt á streymisveitunni Stöð 2+ þar sem finna má nýtt efni í bland við gullmola Stöðvar 2 í gegnum tíðina," segir Þóra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Þóra Björg Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fjölbreytni einkenna dagskrána. Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2. „Við frumsýnum þrjár leiknar þáttaraðir á haustmánuðum sem koma sannarlega úr sitt hvorri áttinni. Svörtu sandar snúa aftur í október en við höldum áfram sögunni 15 mánuðum eftir atburði síðustu þáttaraðar. Þegar hræðilegir atburðir gerast aftur í þorpinu er nokkuð ljóst að ofbeldi, vanræksla og morð í fortíðinni minnir þorpsbúa á að illska nærist á þöggun. Þau Baldvin Z, Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Erlendur Sveinsson leikstýra þessum mögnuðu þáttum og Aldís Amah, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Aron Már Ólafsson og Ævar Þór Benediktsson eru á meðal aðalleikara.“ Áfallið sem fyrri þáttaröð Svörtu sanda fjallaði um liggur enn þungt á bæjarbúum Glerársanda. Þá sérstaklega Anítu, þar sem hún reynir að vera til staðar fyrir nýfædda dóttur sína. Saga Garðars og Steindi Jr. kitla hláturtaugarnar Um jólin verða sketsaþættirnir Draumahöllin frumsýndir en Steindi Jr., Saga Garðars og Magnús Leifsson skrifuðu þessa frábæru þætti. Þegar þetta fólk kemur saman er heldur betur von á góðu en þessir þættir verða engu öðru líkir,“ „Þegar sketsaþættir eru annarsvegar þá er svo gaman að leyfa hverju atriði fyrir sig að koma sér skemmtilega á óvart og kitla hláturtaugarnar á mismunandi hátt. Það er óhætt að leyfa sér að hlakka til þegar þessir þættir hefjast hjá okkur." Saga Garðars og Steindi Jr. fara á kostum í nýrri þáttaröð. „Þegar sketsaþættir eru annarsvegar þá er svo gaman að leyfa hverju atriði fyrir sig að koma sér skemmtilega á óvart og kitla hláturtaugarnar á mismunandi hátt." Tveir vinir kaupa subbulegan bar „En við hefjum þó leika á gamanseríunni Flamingo bar þar sem við fylgjumst með vinunum Tinnu og Bjarka sem fjárfesta í subbulega barnum Flamingo og reyna að snúa rekstrinum við með gamansömum afleiðingum. Seríuna prýða margir af okkar bestu upprennandi gamanleikurum svo það er óhætt að segja að von er á góðu." Flamingo er splunkuný þáttaröð sem hefur göngu sína í haust á Stöð 2. „Og talandi um gaman þá verðum við með tvo glænýja gamanþætti á föstudögum í vetur." Heimsækja verstu áfangastaði heims „Í nýjum ferðaþætti ferðast Steindi og Dóri DNA til vinsælustu áfangastaða íslenskra ferðalanga en í stað þess að leita að lífsins þægindum á ferðalaginu prófa þeir þess í stað allt það óvenjulegast og jafnvel versta sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða. Auðunn Blöndal mun síðan frumsýna nýjan skemmtiþátt, Bannað að hlæja, þar sem hann býður góðum vinum í matarboð. Í boðinu má enginn hlæja en markmiðið leiksins er hins vegar að koma öðrum til að hlæja. Hversu langt eru gestirnir tilbúnir að ganga til að koma hinum til að hlæja?“ Eftirmál á skjánum Einir vinsælustu hlaðvarpsþættir landsins, Eftirmál, munu birtast landsmönnum á skjánum í haust. Nadine Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir stýra þættinum en þær hafa einstakt lag á því að fjalla á skemmtilegan og áhugaverðan hátt um viðfangsefni sín og glæða þau nýju lífi í sjónvarpsþáttunum. Gamlir vinir snúa aftur Gulli Helga mætir aftur á skjáinn með hina geysivinsælu þætti Gulli byggir þar sem hann fylgist með fólki í f framkvæmdum. Hinn eini sanni Gulli Helga snýr aftur á skjáinn með þættina sína Gulli byggir. Í þessari þáttaröð fylgir Gulli ekki bara eftir verkefnum hér á landi heldur fer líka út fyrir landssteinana. Það verður spennandi að venju að sjá hver útkoman verður en ekki síður að fylgjast með ferlinu sjálfu. Auðunn Blöndal snýr aftur með Edduverðlaunaþættina Tónlistarmennirnir okkar og í þessari þáttaröð fylgir hann Birni Jörundi, Svölu Björgvins, Herberti Guðmunds, Lóu Hjálmtýsdóttur, Páli Óskari og Bríeti eftir. Auðunn Blöndal nær einstöku sambandi við viðmælendur sína og mætir nú með nýja þáttaröð þar sem hann talar við tónlistarfólk. Skemmti- og spurningaþátturinn Kviss með Birni Braga snýr aftur í byrjun september og árið verður síðan gert upp í Kviss ársins sem sló heldur betur í gegn í fyrra. Þetta er fimmti veturinn sem Kviss er á dagskrá Stöðvar 2 en þættirnir hafa svo sannarlega slegið í gegn enda fer þarna saman einstök blanda af skemmtun og spennu. Heimildaþættir og raunveruleiki Heimir Karlsson snýr aftur með þættina Dýraspítalinn en þar kynnist hann gæludýrum og eigendum þeirra. Það getur oft tekið á þegar bestu vinir mannsins þurfa að leita til læknis en í þáttunum fáum við einstaka innsýn í þennan heim. Þá snýr vinkonuhópurinn LXS aftur og gefur okkur innsýn í líf, störf og ferðalög þeirra vinkvenna. Stelpurnar í LXS mæta aftur til leiks og mega áhorfendur eiga von á frábærri skemmtun og mögulega smá drama. Það er alltaf stuð þar sem vinkonuhópurinn kemur saman. Kristján Már frumsýnir nýju þáttaröðina Flugþjóðin en í þessum fræðandi þáttum er flugsaga Íslendinga rakin en fáar þjóðir þurfa að reiða sig jafn mikið á flugsamgöngur og við Íslendingar á eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi. Kaninn eru fróðlegir þættir um bandaríska körfuboltamenn sem fluttu hingað til lands á níunda og tíunda áratugnum þegar tíðarandinn var aðeins annar hér landi og þótti koma þeirra því ansi merkileg. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í nóvember. „Eins og sjá má þá ættu allir að geta fundið sér eitthvað innlent efni við hæfi á Stöð 2 í haust en einnig verður fjöldi erlendra þáttaraða frumsýndar í haust og skemmtileg kvikmyndaþemu á laugardögum framundan t.d. Jurassic Park myndirnar, Hrekkjavökumyndir, Harry Potter og svo jólamyndirnar góðu þegar þar að kemur. Og allt saman að sjálfsögðu aðgengilegt á streymisveitunni Stöð 2+ þar sem finna má nýtt efni í bland við gullmola Stöðvar 2 í gegnum tíðina," segir Þóra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira