Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 13:57 Axel Ingi Árnason mun stýra gangi mála í Salnum næstu fimm árin. Kópavogur Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni. Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga. Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga.
Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira