Dró Antonio grunlausan með sér í Gamla bíó Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Páll Óskar og Edgar Antonio Lucena Angarita stálu senunni á brúðartertunni! Viktor Freyr/Vísir „Hann vissi ekkert hver ég var þegar hann kynnist mér. En eftir tvo daga, ég held að það hafi verið á miðvikudegi, sagði ég við hann: „Ég verð að segja þér við hvað ég vinn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem dró eiginmann sinn, Edgar Antonio Lucena Angarita, með sér á skólaball í Gamla bíói. Páll Óskar og Antonio voru uppi á stærðarinnar brúðartertu í Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag. Páll Óskar söng öll sín frægustu lög á meðan Antonio stóð við hlið hans. Ástin var í algleymingi og er óhætt að segja að tár hafi verið á hvarmi víða. Páll Óskar segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið meiriháttar upplifun bæði líkamlega og andlega fyrir Antonio. Upplifðu gönguna upp á nýtt „Hann er enn þá að ná sér, við erum í raunni að upplifa tvenns konar hluti. Það er eitt að vera uppi á þessum trukki og að fara í gegnum mannmergðina og að upplifa gönguna í rauntíma en svo er maður aftur að upplifa gönguna upp á nýtt þegar maður horfir á vídeó og ljósmyndir,“ segir Páll Óskar. „Þá fyrst gerir maður sér grein fyrir því að þetta hafði áhrif á annað fólk og það hreyfir við okkur tilfinningalega. Við höfum alveg leyft okkur að gráta yfir þessum myndböndum og myndum sem við höfum fengið send og séð í fjölmiðlum.“ Augnablikið þegar Páll vissi að þetta væri hans maður Ástarsaga þeirra Páls Óskars og Antonios hefur eðli málsins samkvæmt vakið landsathygli. Páll Óskar enda verið einhleypur um árabil en sungið um ástina nánast eins lengi og elstu menn muna. Þegar þeir hittust fyrst hafði Antonio ekki hugmynd um hvílík þjóðargersemi Páll Óskar væri í raun. Hann segir að í sömu viku og þeir kynntust hafi hann tekið hann með sér á skólaball í Gamla bíói þar sem Palli var að spila. „Ég sagði honum bara að fara út í sal. Ekki átti hann von á að hver einasta manneksja ætti eftir að öskursyngja með hverju einasta lagi,“ segir Páll Óskar hlæjandi og bætir við: „Í stuttu máli þá algjörlega elskaði hann hverja mínútu við þetta og það var augnablikið sem ég sá að hér væri maðurinn minn mættur á svæðið og við ættum eftir að gera gott mót saman.“ Lærir íslensku í gegnum tónlist Palla Antonio, sem er flóttamaður frá Venesúela, talaði eingöngu spænsku þegar hann kom til landsins en lærir nú íslensku og ensku af kappi. Páll Óskar segir Antonio heillaðan af listamannalífi hans og að hann nýti tónlist hans og texta til að læra íslenskuna. „Mér finnst svo kúl hjá honum að hann fíli þetta, sem er óalgengara en hitt. Starfið mitt er hvorki fjölskylduvænt né makavænt starf þar sem ég er að vinna á öðrum tímum heldur en flestir aðrir en hann fílaði þetta bara í botn,“ segir Páll Óskar. Þeir gengu í hjónaband við fallega athöfn heima í stofu 27. mars síðastliðinn. Þeir kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Grindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Tók þrjár vikur að undirbúa brúðartertuna Páll Óskar segir að það hafi tekið langan tíma að undirbúa vagninn fyrir Gleðigönguna. Síðustu þrjár vikurnar segir hann vera mestu lætin. Þá gerist eitthvað á hverjum degi fyrir undirbúninginn. „Við byrjuðum að undirbúa öll hjörtun og dúfurnar, og föndruðum þetta heima hjá mér,“ segir Páll Óskar. Hugmyndina að vagninum átti Palli að sjálfsögðu sjálfur, enda táknrænn fyrir þann áfanga sem hann og Antonio hafa náð, að gifta sig á gamals aldri. Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir vagninn og eys Palli lofi yfir hjónin. „Þau hafa gert með mér vagnana síðustu ár og eru algjörir snillingar. Mér fannst það vera við hæfi að hafa brúðartertuna í ár, ekki bara vegna þess að við erum búnir að gifta okkur, heldur er þessi terta áminning um réttindin sem hommar og lesbíur hafa loksins fengið, því lengi vel máttum við ekki gifta okkur eins og annað fólk. Við vorum réttindalaus og ósynileg gagnvart lagabókstafnum og þessi brúðarterta var líka áminning um það.“ Ástin og lífið Gleðigangan Tengdar fréttir „Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24 Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51 „Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Páll Óskar og Antonio voru uppi á stærðarinnar brúðartertu í Gleðigöngunni síðastliðinn laugardag. Páll Óskar söng öll sín frægustu lög á meðan Antonio stóð við hlið hans. Ástin var í algleymingi og er óhætt að segja að tár hafi verið á hvarmi víða. Páll Óskar segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið meiriháttar upplifun bæði líkamlega og andlega fyrir Antonio. Upplifðu gönguna upp á nýtt „Hann er enn þá að ná sér, við erum í raunni að upplifa tvenns konar hluti. Það er eitt að vera uppi á þessum trukki og að fara í gegnum mannmergðina og að upplifa gönguna í rauntíma en svo er maður aftur að upplifa gönguna upp á nýtt þegar maður horfir á vídeó og ljósmyndir,“ segir Páll Óskar. „Þá fyrst gerir maður sér grein fyrir því að þetta hafði áhrif á annað fólk og það hreyfir við okkur tilfinningalega. Við höfum alveg leyft okkur að gráta yfir þessum myndböndum og myndum sem við höfum fengið send og séð í fjölmiðlum.“ Augnablikið þegar Páll vissi að þetta væri hans maður Ástarsaga þeirra Páls Óskars og Antonios hefur eðli málsins samkvæmt vakið landsathygli. Páll Óskar enda verið einhleypur um árabil en sungið um ástina nánast eins lengi og elstu menn muna. Þegar þeir hittust fyrst hafði Antonio ekki hugmynd um hvílík þjóðargersemi Páll Óskar væri í raun. Hann segir að í sömu viku og þeir kynntust hafi hann tekið hann með sér á skólaball í Gamla bíói þar sem Palli var að spila. „Ég sagði honum bara að fara út í sal. Ekki átti hann von á að hver einasta manneksja ætti eftir að öskursyngja með hverju einasta lagi,“ segir Páll Óskar hlæjandi og bætir við: „Í stuttu máli þá algjörlega elskaði hann hverja mínútu við þetta og það var augnablikið sem ég sá að hér væri maðurinn minn mættur á svæðið og við ættum eftir að gera gott mót saman.“ Lærir íslensku í gegnum tónlist Palla Antonio, sem er flóttamaður frá Venesúela, talaði eingöngu spænsku þegar hann kom til landsins en lærir nú íslensku og ensku af kappi. Páll Óskar segir Antonio heillaðan af listamannalífi hans og að hann nýti tónlist hans og texta til að læra íslenskuna. „Mér finnst svo kúl hjá honum að hann fíli þetta, sem er óalgengara en hitt. Starfið mitt er hvorki fjölskylduvænt né makavænt starf þar sem ég er að vinna á öðrum tímum heldur en flestir aðrir en hann fílaði þetta bara í botn,“ segir Páll Óskar. Þeir gengu í hjónaband við fallega athöfn heima í stofu 27. mars síðastliðinn. Þeir kynntust í janúar í fyrra í gegnum stefnumótaforritið Grindr, sem má segja að sé Tinder fyrir homma. Tók þrjár vikur að undirbúa brúðartertuna Páll Óskar segir að það hafi tekið langan tíma að undirbúa vagninn fyrir Gleðigönguna. Síðustu þrjár vikurnar segir hann vera mestu lætin. Þá gerist eitthvað á hverjum degi fyrir undirbúninginn. „Við byrjuðum að undirbúa öll hjörtun og dúfurnar, og föndruðum þetta heima hjá mér,“ segir Páll Óskar. Hugmyndina að vagninum átti Palli að sjálfsögðu sjálfur, enda táknrænn fyrir þann áfanga sem hann og Antonio hafa náð, að gifta sig á gamals aldri. Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir vagninn og eys Palli lofi yfir hjónin. „Þau hafa gert með mér vagnana síðustu ár og eru algjörir snillingar. Mér fannst það vera við hæfi að hafa brúðartertuna í ár, ekki bara vegna þess að við erum búnir að gifta okkur, heldur er þessi terta áminning um réttindin sem hommar og lesbíur hafa loksins fengið, því lengi vel máttum við ekki gifta okkur eins og annað fólk. Við vorum réttindalaus og ósynileg gagnvart lagabókstafnum og þessi brúðarterta var líka áminning um það.“
Ástin og lífið Gleðigangan Tengdar fréttir „Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24 Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51 „Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
„Fullorðna fólk, grow up!“ Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. 11. ágúst 2024 10:24
Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Anderson Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn. 12. ágúst 2024 09:51
„Hatrið má ekki sigra“ Hinsegin dagar eru gengnir í garð með tilheyrandi lífi, litagleði og sýnileika. Gleðin nær svo ákveðnu hámarki í Reykjavík á morgun þegar Gleðigangan fer fram og margvíslegur hópur hinsegin fólks sameinast í kröfugöngu sem er á sama tíma mikill fögnuður. 9. ágúst 2024 07:01