„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 10:00 Nik Chamberlain vonast til að standa í stuttbuxum á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira