Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:58 Finnbjörn segir að það yrðu veruleg vonbrigði, verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira