Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:58 Finnbjörn segir að það yrðu veruleg vonbrigði, verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent