Krefjandi golfvöllur í óvenjulegri náttúrufegurð Golfvöllur vikunnar 21. ágúst 2024 09:21 Haukadalsvöllur við Geysi er 9 holu völlur sem opnaði sumarið 2006. Hann hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Haukadalsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi. Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu. Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Haukadalsvöllur við Geysi er golfvöllur vikunnar á Vísi. „Haukadalsvöllur er, eins og margir golfvellir hér á landi, einstakur á sinn hátt. Kylfingar heillast þó sennilega flestir af náttúrufegurð vallarins, nálægðinni við árnar Almenningsá og Beiná sem renna í gegnum völlinn og nálægðinni við Geysi í Haukadal,“ segir Einar Tryggvason, einn eigenda Haukadalsvallar. Tekið tillit til náttúrunnar við hönnun vallarins Einar segir að þegar staðið er á fyrsta teig, þá láti völlurinn lítið yfir sér en kylfingar ættu ekki að láta það plata sig. „Fallegt umhverfið kemur strax í ljós á annarri holu og þegar komið er að annarri flöt þá opnast glæsilegt svæði þar sem Almenningsá spilar stórt hlutverk í golfleiknum. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins en við hönnun hans var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust.“ Hann segir völlinn vera mjög krefjandi, ekki aðeins vegna ánna, heldur einnig vegna lynggróðurs og birkikjarrs sem einkennir svæðið. „Það má síðan deila um hvaða brautir standi upp úr, en báðar par 3 holurnar þykja einstakar sem og önnur holan, þar sem innáhöggið inn á flöt er yfir Almenningsá sem rennur í flatarkantinum. Þar reynir á kylfinginn, eins og reyndar víðar á vellinum, sem flestir kunna að meta. Á Haukadalsvelli kemst kylfingurinn nefnilega ekki upp með annað en góðan golfleik frá upphafi til enda.“ Völlurinn er 5.694 m á gulum teigum, 4.706 m af rauðum teigum, par 72. Fjölbreytt þjónusta í boði Einar segir kylfinga koma víða að og margir geri sér ferð á Geysi til að spila golf. „En flestir eiga sennilega sammerkt að vera á ferð í nágrenninu, erlendir ferðamenn, Íslendingar í sumarhúsum eða á tjaldsvæðum, nú eða gistigestir á Hótelunum hér á Geysi, Hótel Geysir og Hótel Litli-Geysir.“ Ýmis þjónusta er í boði við golfvöllinn og á svæðinu kringum Geysi. „Eins og einhver orðaði það, á Geysi er allt á sama blettinum í innan við golfhöggs færi.“ Púttflötin er við fyrstu teiga og þar er hægt að vippa og æfa stutta spilið. Í klúbbhúsinu, Litli Geysir hótel, stendur valið um drykki og léttar veitingar og auðvitað allt það helsta sem þarf til golfleiksins, t.d. golfboltar, tí, flatargaflar, hanskar, leigusett og kerrur, ásamt ýmsum vörum sem eru merktar golfvellinum. „Klúbbhúsið er síðan staðsett við hliðina á einu glæsilegasta hóteli landsins, Hótel Geysir, með sinn rómaða veitingastað og frábæru gistingu og enn fleiri veitingastaðir eru í Geysir Center ásamt fata-og minjagripaverslun. Þá er enn ótalið tjaldsvæðið á Geysi, Hverasvæðið, Haukadalsskógur og ýmislegt fleira.“ Hægt er að bóka rástíma í gegnum vefinn hotelgeysir.is og eins á golfboxinu. Vefur golfvallarins, geysirgolf.is verður svo kominn í gagnið fyrir næsta vor. Golf Golfvellir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Kótelettuna „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Sjá meira
Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Haukadalsvöllur við Geysi er golfvöllur vikunnar á Vísi. „Haukadalsvöllur er, eins og margir golfvellir hér á landi, einstakur á sinn hátt. Kylfingar heillast þó sennilega flestir af náttúrufegurð vallarins, nálægðinni við árnar Almenningsá og Beiná sem renna í gegnum völlinn og nálægðinni við Geysi í Haukadal,“ segir Einar Tryggvason, einn eigenda Haukadalsvallar. Tekið tillit til náttúrunnar við hönnun vallarins Einar segir að þegar staðið er á fyrsta teig, þá láti völlurinn lítið yfir sér en kylfingar ættu ekki að láta það plata sig. „Fallegt umhverfið kemur strax í ljós á annarri holu og þegar komið er að annarri flöt þá opnast glæsilegt svæði þar sem Almenningsá spilar stórt hlutverk í golfleiknum. Edwin Roald Rögnvaldsson er hönnuður vallarins en við hönnun hans var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins eins líkust umhverfinu og það var áður en framkvæmdir hófust.“ Hann segir völlinn vera mjög krefjandi, ekki aðeins vegna ánna, heldur einnig vegna lynggróðurs og birkikjarrs sem einkennir svæðið. „Það má síðan deila um hvaða brautir standi upp úr, en báðar par 3 holurnar þykja einstakar sem og önnur holan, þar sem innáhöggið inn á flöt er yfir Almenningsá sem rennur í flatarkantinum. Þar reynir á kylfinginn, eins og reyndar víðar á vellinum, sem flestir kunna að meta. Á Haukadalsvelli kemst kylfingurinn nefnilega ekki upp með annað en góðan golfleik frá upphafi til enda.“ Völlurinn er 5.694 m á gulum teigum, 4.706 m af rauðum teigum, par 72. Fjölbreytt þjónusta í boði Einar segir kylfinga koma víða að og margir geri sér ferð á Geysi til að spila golf. „En flestir eiga sennilega sammerkt að vera á ferð í nágrenninu, erlendir ferðamenn, Íslendingar í sumarhúsum eða á tjaldsvæðum, nú eða gistigestir á Hótelunum hér á Geysi, Hótel Geysir og Hótel Litli-Geysir.“ Ýmis þjónusta er í boði við golfvöllinn og á svæðinu kringum Geysi. „Eins og einhver orðaði það, á Geysi er allt á sama blettinum í innan við golfhöggs færi.“ Púttflötin er við fyrstu teiga og þar er hægt að vippa og æfa stutta spilið. Í klúbbhúsinu, Litli Geysir hótel, stendur valið um drykki og léttar veitingar og auðvitað allt það helsta sem þarf til golfleiksins, t.d. golfboltar, tí, flatargaflar, hanskar, leigusett og kerrur, ásamt ýmsum vörum sem eru merktar golfvellinum. „Klúbbhúsið er síðan staðsett við hliðina á einu glæsilegasta hóteli landsins, Hótel Geysir, með sinn rómaða veitingastað og frábæru gistingu og enn fleiri veitingastaðir eru í Geysir Center ásamt fata-og minjagripaverslun. Þá er enn ótalið tjaldsvæðið á Geysi, Hverasvæðið, Haukadalsskógur og ýmislegt fleira.“ Hægt er að bóka rástíma í gegnum vefinn hotelgeysir.is og eins á golfboxinu. Vefur golfvallarins, geysirgolf.is verður svo kominn í gagnið fyrir næsta vor.
Golf Golfvellir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Kótelettuna „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Sjá meira