Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2024 20:05 Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, sem segir alla velkomna í afmælið í Borgarnesi á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Verslun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Verslun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira