Brady ánægður með ráðherrasoninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:00 Willum Þór fagnar sínu fyrstu deildarmarki fyrir Birmingham City. Birmingham City Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram. Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira