Enski boltinn

„Engar á­hyggjur, við hittumst aftur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir elduðu grátt silfur á föstudaginn var.
Þessir tveir elduðu grátt silfur á föstudaginn var. Martin Rickett/Getty Images

Manchester United lagði Fulham í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld þökk sé sigurmarki Joshua Zirkzee. Bardagi þeirra Lisandro Martínez og Adama Traoré innan vallar sem utan hefur hins vegar vakið hvað mesta athygli eftir að leiknum lauk.

Martínez er ekki sá hæsti í loftinu en er þekktur fyrir ákafan og árásargjarnan varnarleik. Á sama tíma er Adama Traoré með sterkbyggðari leikmönnum ensku deildarinnar og fékk Martínez heldur betur að finna fyrir því þegar þeir fóru öxl í öxl.

Argentínumaðurinn sagði eftir leik að hann hafi lært af atvikinu en hann náði Traoré síðar í leiknum þegar þeir fóru aftur öxl í öxl.

„Ég sendi hann í ræktina. Ég lærði af fyrra atvikinu þar sem hann drap mig, í kjölfarið drap ég hann á móti,“ sagði hinn yfirvegaði Martínez í viðtali við Sky Sports eftir leik.

Traoré svaraði fullum hálsi á Instagram-síðu sinni. Þar sagði hann einfaldlega „Engar áhyggjur, við hittumst aftur“ og taggaði svo Martínez í færslu sína. Traoré hefur spilað 212 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skorað 12 mörk og gefið 19 stoðsendingar.

Instagram-færsla Traoré.@adamatrd37

Man United heimsækir Brighton & Hove Albion í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Fulham fær nýliða Leicester City í heimsókn.


Tengdar fréttir

Zirkzee hetjan í sínum fyrsta leik

Hollendingurinn Joshua Zirkzee var hetja Manchester United í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×