„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2024 11:46 Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira