„Þetta var fullkomið og auðvitað sagði ég já“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Alexandra Friðfinnsdóttir og Magnús Jóhann trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Sziget. Aðsend Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun. „Klikkað augnablik“ „Við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman,“ segir Alexandra skælbrosandi. „Þetta augnablik var töfrum líkast, umhverfið, tónlistin og allt.“ Alexandra er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Ölgerðinni í útflutningsteymi COLLAB í markaðsmálum og sölu. Magnús Jóhann er margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, einkaþjálfari, flugþjónn hjá Icelandair og með BS gráðu í sálfræði. Alexandra og Magnús Jóhann eru ástfangin upp fyrir haus.Aðsend Parið kynntist fyrir akkúrat ári síðan þegar þau voru á leið á sömu tónlistarhátíð sem hundruðir þúsunda sækja á ári hverju. „Við vorum þá einmitt á leiðinni til Búdapest á Sziget. Við kynntumst í raun í flugvélinni, við vissum af hvort öðru, vorum að fylgja hvort öðru á Instagram, en við þekktumst ekkert.“ Alexandra minnist þess að hafa séð Magga ganga inn í flugvélina. „Hann gaf sig strax á tal við mig, eins hress og sjarmerandi og hann er. Það er mjög skemmtilegt við þetta og þessi staður er okkur rosa kær.“ Alexandra og Magnús Jóhann féllu kylliflöt fyrir hvort öðru síðasta sumar á sömu hátíð.Aðsend Hún segist eiga erfitt með að finna réttu orðin. „Augnablikið sem hann bað mín var klikkað, ég get eiginlega ekki lýst þessu mómenti nægilega vel. Við vorum að hlusta á hljómsveit spila sem er ein af okkar uppáhalds. Þeir heita Neil Frances og við tengjum sjúklega vel yfir tónlistina þeirra en við hlustum líka bara almennt mjög mikið á tónlist saman.“ Hér má sjá ógleymanlega augnablikið hjá parinu: „Stórkostlegasta stund í heimi“ Hljómsveitin var búin að spila í dágóða stund þegar komið var að lokalaginu. „Síðasta lagið þeirra var Dumb Love sem er uppáhalds lagið okkar. Við vorum búin að vera að dansa yfir settinu þeirra og það var búið að vera svo gaman. Síðan byrja ég að verða mjög tilfinningarík því þessi stund var svo geggjuð. Ég byrja að tárast og við erum að knúsast, svo byrjar lagið okkar Dumb Love að spilast í rólegri útgáfu. Þá fer Maggi niður á hnén og bað mig um að giftast sér. Þetta var bara stórkostlegasta stund í heimi. Þetta kom mér ótrúlega mikið á óvart, ég var bara í sjokki, mér leið eins og mig væri að dreyma. En þetta var fullkomið og auðvitað sagði ég já.“ Tónlistarhátíðin Sziget á sannarlega sérstakan stað í hjörtum Alexöndru og Magnúsar Jóhanns.Aðsend Féllu fyrir hvort öðru á sama stað Staðsetningin var sannarlega ekki handahófskennd. „Við hittumst þarna í flugvélinni fyrst en við kynntumst ekkert almennilega fyrr en á tónlistarhátíðinni í nákvæmlega sama tjaldi og bónorðið fór fram. Þá var Ben Böhmer sem er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum að spila og það var líka magnað móment, við klikkuðum bara um leið.“ Það má segja að fyrstu kynni Alexöndru og Magnúsar Jóhanns hafi verið ást við fyrstu sýn.Aðsend Eftir bónorðið heyrir Alexandra hljómsveitina allt í einu byrja að kalla nöfn þeirra. „Við vorum við bara að njóta augnabliksins og knúsast og síðan byrjar tónlistarmaðurinn að tala. Hann talar um lagið og segir frá sögu lagsins. Síðan kallar hann á okkur með nafni. Spyr hvort að Magnús sé í salnum og hvort að Alexandra sé þarna líka. Ég bara ha, hvað er að gerast. Sjokk númer tvö,“ segir Alexandra hlæjandi. Hljómsveitin kallaði á Magnús og Alexöndru og óskaði þeim til hamingju með trúlofunina.Aðsend „Síðan fundu þeir okkur í áhorfendafjöldanum og það fer að myndast hringur í kringum okkur. Tónlistarmaðurinn spyr Magga hvort það sé eitthvað sem hann vilji spyrja mig en hann sér svo að hann er nú þegar búinn að spyrja mig. Og þvílíku fagnaðarlætin. Málið var að Maggi var búinn að hafa samband við Neil Frances á Instagram og var að segja þeim frá okkar sögu, að við höfum kynnst þarna á Sziget fyrir ári og hvað við elskum tónlistina þeirra mikið. Þeir voru bara mjög til í að taka þátt í þessari mögnuðu stund með okkur. Það er ótrúlega verðmætt og lýsir Magga vel, hann er alveg með þetta. Neil Frances tóku líka myndband og birtu á Instagram hjá sér.“ View this post on Instagram A post shared by NEIL FRANCES (@neilfrances) Dýrmætt að eiga bónorðið á myndbandi Í kjölfarið segir Alexandra að fullt af tónleikagestum hafi komið til þeirra, óskað þeim til hamingju og deilt myndböndum sem þeir höfðu tekið af stundinni þeirra. „Það var auðvitað bara alveg geggjað. Svo vildi svo heppilega til að vinkona hans Magga var á hátíðinni með vinkonum sínum. Þannig að þær tóku upp boðorðið sem var svo dýrmætt.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Friðfinnsdóttir (@alexandrafridfinns) Parið er búið að svífa um á bleiku skýi frá trúlofuninni. Þau eyddu þremur dögum á hátíðinni og sáu mörg af sínum uppáhalds tónlistaratriðum. „Svo fórum við til Ítalíu eftir og áttum næstum því bara brúðkaupsferð á Amalfi ströndinni,“ segir Alexandra kímin og ástfangin. Parið átti góðar stundir á Amalfi ströndinni á Ítalíu eftir trúlofunina.Aðsend Turtildúfurnar komu aftur til Íslands seint í gærkvöldi. „Þegar við komum heim voru Anna og Eydís bestu vinkonur mínar búnar að undirbúa smá óvænta gleði fyrir okkur. Þær keyptu fullt af blöðrum, meðal annars blöðrur sem litu út eins og trúlofunarhringur, og skreyttu íbúðina okkar með þeim og rósablöðrum sem var svo krúttlegt.“ Vinkonur Alexöndru komu parinu skemmtilega á óvart við heimkomu.Aðsend Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
„Klikkað augnablik“ „Við erum alveg í skýjunum með þetta allt saman,“ segir Alexandra skælbrosandi. „Þetta augnablik var töfrum líkast, umhverfið, tónlistin og allt.“ Alexandra er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Ölgerðinni í útflutningsteymi COLLAB í markaðsmálum og sölu. Magnús Jóhann er margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, einkaþjálfari, flugþjónn hjá Icelandair og með BS gráðu í sálfræði. Alexandra og Magnús Jóhann eru ástfangin upp fyrir haus.Aðsend Parið kynntist fyrir akkúrat ári síðan þegar þau voru á leið á sömu tónlistarhátíð sem hundruðir þúsunda sækja á ári hverju. „Við vorum þá einmitt á leiðinni til Búdapest á Sziget. Við kynntumst í raun í flugvélinni, við vissum af hvort öðru, vorum að fylgja hvort öðru á Instagram, en við þekktumst ekkert.“ Alexandra minnist þess að hafa séð Magga ganga inn í flugvélina. „Hann gaf sig strax á tal við mig, eins hress og sjarmerandi og hann er. Það er mjög skemmtilegt við þetta og þessi staður er okkur rosa kær.“ Alexandra og Magnús Jóhann féllu kylliflöt fyrir hvort öðru síðasta sumar á sömu hátíð.Aðsend Hún segist eiga erfitt með að finna réttu orðin. „Augnablikið sem hann bað mín var klikkað, ég get eiginlega ekki lýst þessu mómenti nægilega vel. Við vorum að hlusta á hljómsveit spila sem er ein af okkar uppáhalds. Þeir heita Neil Frances og við tengjum sjúklega vel yfir tónlistina þeirra en við hlustum líka bara almennt mjög mikið á tónlist saman.“ Hér má sjá ógleymanlega augnablikið hjá parinu: „Stórkostlegasta stund í heimi“ Hljómsveitin var búin að spila í dágóða stund þegar komið var að lokalaginu. „Síðasta lagið þeirra var Dumb Love sem er uppáhalds lagið okkar. Við vorum búin að vera að dansa yfir settinu þeirra og það var búið að vera svo gaman. Síðan byrja ég að verða mjög tilfinningarík því þessi stund var svo geggjuð. Ég byrja að tárast og við erum að knúsast, svo byrjar lagið okkar Dumb Love að spilast í rólegri útgáfu. Þá fer Maggi niður á hnén og bað mig um að giftast sér. Þetta var bara stórkostlegasta stund í heimi. Þetta kom mér ótrúlega mikið á óvart, ég var bara í sjokki, mér leið eins og mig væri að dreyma. En þetta var fullkomið og auðvitað sagði ég já.“ Tónlistarhátíðin Sziget á sannarlega sérstakan stað í hjörtum Alexöndru og Magnúsar Jóhanns.Aðsend Féllu fyrir hvort öðru á sama stað Staðsetningin var sannarlega ekki handahófskennd. „Við hittumst þarna í flugvélinni fyrst en við kynntumst ekkert almennilega fyrr en á tónlistarhátíðinni í nákvæmlega sama tjaldi og bónorðið fór fram. Þá var Ben Böhmer sem er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum að spila og það var líka magnað móment, við klikkuðum bara um leið.“ Það má segja að fyrstu kynni Alexöndru og Magnúsar Jóhanns hafi verið ást við fyrstu sýn.Aðsend Eftir bónorðið heyrir Alexandra hljómsveitina allt í einu byrja að kalla nöfn þeirra. „Við vorum við bara að njóta augnabliksins og knúsast og síðan byrjar tónlistarmaðurinn að tala. Hann talar um lagið og segir frá sögu lagsins. Síðan kallar hann á okkur með nafni. Spyr hvort að Magnús sé í salnum og hvort að Alexandra sé þarna líka. Ég bara ha, hvað er að gerast. Sjokk númer tvö,“ segir Alexandra hlæjandi. Hljómsveitin kallaði á Magnús og Alexöndru og óskaði þeim til hamingju með trúlofunina.Aðsend „Síðan fundu þeir okkur í áhorfendafjöldanum og það fer að myndast hringur í kringum okkur. Tónlistarmaðurinn spyr Magga hvort það sé eitthvað sem hann vilji spyrja mig en hann sér svo að hann er nú þegar búinn að spyrja mig. Og þvílíku fagnaðarlætin. Málið var að Maggi var búinn að hafa samband við Neil Frances á Instagram og var að segja þeim frá okkar sögu, að við höfum kynnst þarna á Sziget fyrir ári og hvað við elskum tónlistina þeirra mikið. Þeir voru bara mjög til í að taka þátt í þessari mögnuðu stund með okkur. Það er ótrúlega verðmætt og lýsir Magga vel, hann er alveg með þetta. Neil Frances tóku líka myndband og birtu á Instagram hjá sér.“ View this post on Instagram A post shared by NEIL FRANCES (@neilfrances) Dýrmætt að eiga bónorðið á myndbandi Í kjölfarið segir Alexandra að fullt af tónleikagestum hafi komið til þeirra, óskað þeim til hamingju og deilt myndböndum sem þeir höfðu tekið af stundinni þeirra. „Það var auðvitað bara alveg geggjað. Svo vildi svo heppilega til að vinkona hans Magga var á hátíðinni með vinkonum sínum. Þannig að þær tóku upp boðorðið sem var svo dýrmætt.“ View this post on Instagram A post shared by Alexandra Friðfinnsdóttir (@alexandrafridfinns) Parið er búið að svífa um á bleiku skýi frá trúlofuninni. Þau eyddu þremur dögum á hátíðinni og sáu mörg af sínum uppáhalds tónlistaratriðum. „Svo fórum við til Ítalíu eftir og áttum næstum því bara brúðkaupsferð á Amalfi ströndinni,“ segir Alexandra kímin og ástfangin. Parið átti góðar stundir á Amalfi ströndinni á Ítalíu eftir trúlofunina.Aðsend Turtildúfurnar komu aftur til Íslands seint í gærkvöldi. „Þegar við komum heim voru Anna og Eydís bestu vinkonur mínar búnar að undirbúa smá óvænta gleði fyrir okkur. Þær keyptu fullt af blöðrum, meðal annars blöðrur sem litu út eins og trúlofunarhringur, og skreyttu íbúðina okkar með þeim og rósablöðrum sem var svo krúttlegt.“ Vinkonur Alexöndru komu parinu skemmtilega á óvart við heimkomu.Aðsend
Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira