Leggja loks fram skýrslu sína um meint brot Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 15:38 Repúblikanar hafa aldrei lagt fram sannanir fyrir því að Joe Biden hafi hagnast persónulega á stöðu sinni sem opinber embættismaður. Engar sannanir eru lagðar fram um það í nýrri skýrslu repúblikana. AP/José Luis Magana Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu loks fram skýrslu með niðurstöðum rannsóknar sinnar á því sem þeir kalla embættisbrot Joes Biden Bandaríkjaforseta. Óljóst er hvort skýrslan leiði til þess að þeir kæri Biden formlega fyrir embættisbrot. Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, á meintum brotum Biden hefur tekið tæplega ár. Þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt að nefndirnar hafi ekki getað lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir ásökunum sínum um meinta spillingu forsetans og fjölskyldu hans. Niðurstaða skýrslu þingnefndanna, sem er birt sama dag og landsfundur demókrata hefst, er að Biden hafi ekki framið lögbrot. Þar eru gamlar ásakanir um að ættingjar Biden hafi notfært sér nafn hans og stöðu til að auðgast og að hann hafi notið góðs af því. Fyrir það verðskuldi hann að vera kærður fyrir embættisbrot. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, gaf ekkert uppi um hvort að hann ætlaði að halda atkvæðagreiðslu í þingdeildinni um kæru á hendur Biden. Hann hvatti aðeins Bandaríkjamenn til þess að kynna sér efni skýrslunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Hafna ásökununum Biden bar ekki vitni sjálfur fyrir þingnefndinni. Sonur hans Hunter, sem hlaut nýlega dóm fyrir ólöglega skotvopnaeign, hafnaði því fyrir nefndinni að hafa blandað föður sínum og stöðu hans í viðskipti sín við erlenda aðila. Repúblikanar sem stóðu að rannsókninni vísuðu því til dómsmálaráðuneytisins að ákæra Hunter og James Biden, bróður forsetans. Þeir saka þá um að ljúga að þingnefndunum. Lögmenn beggja segja þær ásakanir algerlega stoðlausar. Jafnvel þótt repúblikanar ákvæðu að kæra Biden fyrir embættisbrot væru engar líkur á að því að hann yrði sakfelldur og vísað úr embætti í öldungadeildinni þar sem demókratar ráða ríkjum. Hvíta húsið hefur gert lítið úr rannsókn repúblikana og sakað þá um að reyna að ná fram hefndum eftir að demókratar kærður Donald Trump í tvígang fyrir embættisbrot á meðan hann var forseti.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03