Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 16:23 Tilkynning um veikindin barst fyrst til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból.
Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira