Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 16:23 Tilkynning um veikindin barst fyrst til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi þann 7. ágúst síðastliðinn fengið tilkynningu um að hópur fólks sem hafði gist á Rangárvöllum á Suðurlandi hafi veikst af iðrasýkingu. Tekin voru vatnssýni til rannsókna og fljótlega barst staðfesting um að E. Coli saurgerlar hefðu greinst í neysluvatni en þó í litlu magni. Stýrihópur var kallaður saman og umfang málsins kortlagt. Minnst sextíu manns höfðu veikst en talið er að þeir séu fleiri þar sem ekki liggja fyrir tæmandi upplýsingar um alla ferðamenn. Nú hefur sýkla- og veirufræðideild Landspítala staðfest að nóróveira greindist hjá að minnsta kosti sex einstaklingum. Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni. Búið er að taka sýni á þremur stöðum á Rangárvöllum og vonast er eftir því að hægt sé að staðsetja smitið með frekari sýnatöku. Sýni verða send til greiningar á rannsóknarstofu erlendis til að kanna hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból.
Algengustu einkenni nóróveirusýkinga eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu, en önnur algeng smitleið er með fæðu og neysluvatni.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Hlýnar um helgina Veður Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira