Félix á leið til Chelsea á meðan Gallagher fer í hina áttina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 18:00 Er á leið til Chelsea á nýjan leik. Simon Stacpoole/Getty Images Portúgalinn João Félix er á leið til Chelsea á nýjan leik en enska knattspyrnufélagið kaupir hann nú eftir að hafa fengið hann á láni á síðasta ári. Enski miðjumaðurinn fer í hina áttina en ekki er þó um hreinan skiptidíl að ræða milli Atlético Madríd og Chelsea. Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir Félix þegar hafa náð samkomulagi við Chelsea. Mun hann skrifa undir sex ára samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu. Hinn 24 ára gamli Félix gekk í raðir Atl. Madríd árið 2019 á fúlgur fjár en fann sig aldrei í höfuðborg Spánar. Hann gekk til liðs við Chelsea á láni á síðasta ári og svo spilaði hann með Barcelona, einnig á láni, á síðustu leiktíð. Nú er Chelsea hins vegar að kaupa kappann en kaupverðið hefur ekki verið staðfest. Félix á að baki 41 A-landsleik fyrir Portúgal og hefur skorað í þeim 8 mörk. 🚨 Chelsea have reached an agreement with Atletico Madrid over permanent signing of Joao Felix. Personal terms already in place for 24yo Portugal international attacker to join #CFC from #Atleti on 6yr contract + option of additional 12mnths @TheAthleticFC https://t.co/nLvywVFR5L— David Ornstein (@David_Ornstein) August 19, 2024 Eftir langar viðræður virðist Englendingurinn Gallagher loks á leið til Atl. Madríd. Fabrizio Romano segir kaupverðið nema 42 milljónum evra eða tæplega sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Ekki er vitað hversu langan samning hinn 24 ára gamli Gallagher skrifar undir í Madríd. Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea allan sinn feril en þó leikið með Charlton Athletic, Swansea City, West Bromwich Albion og Crystal Palace á láni. 🚨🔴⚪️ Understand Conor Gallagher has been authorized by Chelsea to travel to Madrid in next 24/48h!Deal was already done for €42m fee and Simeone was pushing again for it.All done between Gallagher and Atléti, all done between Atléti and Chelsea.Here we go, confirmed. 🔐 pic.twitter.com/8SOv6PoCpr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024 Gallagher á að baki 18 A-landsleiki fyrir England. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir Félix þegar hafa náð samkomulagi við Chelsea. Mun hann skrifa undir sex ára samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu. Hinn 24 ára gamli Félix gekk í raðir Atl. Madríd árið 2019 á fúlgur fjár en fann sig aldrei í höfuðborg Spánar. Hann gekk til liðs við Chelsea á láni á síðasta ári og svo spilaði hann með Barcelona, einnig á láni, á síðustu leiktíð. Nú er Chelsea hins vegar að kaupa kappann en kaupverðið hefur ekki verið staðfest. Félix á að baki 41 A-landsleik fyrir Portúgal og hefur skorað í þeim 8 mörk. 🚨 Chelsea have reached an agreement with Atletico Madrid over permanent signing of Joao Felix. Personal terms already in place for 24yo Portugal international attacker to join #CFC from #Atleti on 6yr contract + option of additional 12mnths @TheAthleticFC https://t.co/nLvywVFR5L— David Ornstein (@David_Ornstein) August 19, 2024 Eftir langar viðræður virðist Englendingurinn Gallagher loks á leið til Atl. Madríd. Fabrizio Romano segir kaupverðið nema 42 milljónum evra eða tæplega sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Ekki er vitað hversu langan samning hinn 24 ára gamli Gallagher skrifar undir í Madríd. Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea allan sinn feril en þó leikið með Charlton Athletic, Swansea City, West Bromwich Albion og Crystal Palace á láni. 🚨🔴⚪️ Understand Conor Gallagher has been authorized by Chelsea to travel to Madrid in next 24/48h!Deal was already done for €42m fee and Simeone was pushing again for it.All done between Gallagher and Atléti, all done between Atléti and Chelsea.Here we go, confirmed. 🔐 pic.twitter.com/8SOv6PoCpr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024 Gallagher á að baki 18 A-landsleiki fyrir England.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira