Slysið varð strax í fyrstu grein leikanna og þegar Dukic var aðeins fimmtíu metrum frá marki. CrossFit fólkið hafði byrjað greinina á því að hlaupa og þurftu síðan að synda langa vegalengd í vatni á eftir. Það hefur verið harðlega gagnrýnt eftir slysið.
Dukic hvarf ofan í vatnið og ekki tókst að bjarga lífi hans. Heimsleikarnir héldu samt áfram daginn eftir en margir keppendur treystu sér þó ekki til að halda áfram.
Dukic var einn besti CrossFit maður heims og hafði margoft unnið undankeppni Evrópu. Fjölmargir úr hreyfingunni hafa minnst hans og talað vel um hann sem kraftmikinn, litríkan og skemmtilegan karakter. Hans er því mikið saknað í CrossFit fjölskyldunni ekki aðeins af fjölskyldu hans og vinum.
Fjölskylda hans á hins vegar skiljanlega mjög erfitt enda ekki aðeins að missa ástvin heldur einnig fyrirvinnu. Stuðningsaðilar Duckic í gegnum skipulögðu því söfnun fyrir fjölskyldu Dukic. Stefnan var sett á tvö hundruð þúsund dollara en hefur gengið miklu betur.
Nú er söfnunin komin yfir fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali á fyrstu ellefu dögunum eða meira en 69 milljónir íslenskra króna. Meira en átta þúsund og sex hundruð manns hafa lagt pening í söfnunina.
Þessi söfnun hefur sýnt samtakamátt CrossFit fjölskyldunnar í verki og þeir sem vilja hjálpa til geta nálgast hana hér.