„Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:31 Tískuljósmyndarinn Kári Sverris opnar sýninguna Being Me á Menningarnótt. Aðsend „Ég fæ innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stendur fyrir sýningunni Being me sem opnar á Menningarnótt. Blaðamaður ræddi við Kára. Innblástur úr öllum áttum „Ég fæ mikinn innblástur úr draumunum mínum, hvort sem það eru framtíðardraumar eða draumarnir sem mig dreymir. Hið daglega líf, hvernig ljós og skuggar mætast, hvernig sólin skapar form, áferðir og liti. Innblásturinn kemur úr umhverfinu mínu, frá vinum, börnunum mínum og andlegri vinnu,“ segir Kári og bætir við: „Sömuleiðis fæ ég innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða. Fólk veitir mér innblástur og þannig valdi ég fólkið í sýninguna, allt fólkið sem ég valdi í sýninguna hafði eitthvað sérstakt með sér bæði í útliti og fasi sem heillaði mig og fékk mig til þess að vilja mynda þau og setja þau í þann heim sem ég sá fyrir mér. Svo vann ég með svo góðu teymi af fagfólki sem hjálpaði mér að láta hugsjón mína verða af veruleika, án þeirra hefði ég aldrei getað þetta. Þau komu líka með góðar hugmyndir sem hjálpuðu mér að fara alla leið í þessu verkefni.“ View this post on Instagram A post shared by Kári - Sverriss (@karisverriss) Kári var með sambærilega sýningu undir heitinu The Art of Being Me í fyrra sumar og segir að hún hafi gengið mjög vel. „Hún var mjög vel heppnuð að öllu leyti. Ég fékk mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem fannst sýningin hafa hreyft við sér og fengið sig til þess að hugsa: Hver er listin að vera ég? Það voru rosalega margir sem tóku þátt, settu inn mynd af sér á samfélagsmiðla og deildu með öllum hver listin væri við að vera þau. Sýningin í fyrra stóð yfir í rúmlega mánuð og ég fékk mjög góðar viðtökur bæði frá Íslendingum og útlendingum.“ Kári að störfum fyrir sýninguna Being me.Edda Lovísa Mikilvægt að ögra sér og stækka Aðspurður hvort það sé berskjaldandi ferli að setja upp svona sýningu segir Kári: „Já, manni líður smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð, að opna sig svona upp á gátt. En ég held að það sé partur af ferlinu, partur af því að vera listamaður. Ef eitthvað veitir manni innblástur þá trúi ég því að maður verði að koma því út, á hvaða hátt sem er. Það er svo fallegt með list að það er hægt að tjá hana með alls konar hætti og það er ekki til neitt sem heitir rétt eða rangt, maður verður bara að fylgja innsæinu/hjartanu og vera alveg sama hvað öðrum finnst. Maður er svolítið að fá útrás fyrir sköpunargleðinni sinni og vonandi getur maður glatt einhvern í leiðinni. Ég er að eðlisfari smá feiminn en þetta er svona partur af því að opna sig, taka áhættur og fara út fyrir þægindarammann og stækka.“ Kári fékk ýmsar fyrirsætur með sér í verkefnið og segir verkefnið stækka sig sem listamann.Edda Lovísa Innsýn í draumaheiminn Hugmyndin á bak við sýninguna Being me er ferðalag Kára sem listamaður, faðir, vinur og allt sem snertir við honum í hinu daglega lífi. „Fyrir um tveimur árum eftir margra ára vinnutörn þá hafði ég í fyrsta skipti í mikinn tíma, tíma til þess að staldra við og njóta. Þá fór ég að taka eftir alls konar hlutum í umhverfinu og fólki sem ég kannski sá ekki áður vegna hraða. Markmiðið með sýningunni The art of being me sem ég setti upp í fyrra var að hvetja sem flesta til að staldra við og hugsa hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og einstök. Sýningin í ár er meira ég að sýna fólki hvernig ég sé lífið, hvað veitir mér innblástur og fólk kannski fær meiri innsýn inn í minn draumaheim. Flest módelin í sýningunni sóttu um að vera með í gegnum Instagram og einnig stoppaði ég fimm af módelunum út á götu og bað þau að vera með.“ Kári er þakklátur að fá að vinna með fagfólki að sýningunni.Edda Lovísa Sýningin opnar á Hafnartorgi Gallery, mathöllinni, á Menningarnótt og stendur til 7. september. Hún verður sömuleiðis á öðrum stað á Hafnartorgi í galleríi að Bryggjugötu 6a frá 25. ágúst - 31. ágúst. Sýningin er sölusýning og opin alla daga frá klukkan 13:00 - 17:00. Hægt verður að kaupa verk af heimasíðu Kára þegar sýningin opnar. Á bak við tjöldin við tökur á sýningu Kára. Myndirnar verða afhjúpaðar á Menningarnótt.Edda Lovísa Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Innblástur úr öllum áttum „Ég fæ mikinn innblástur úr draumunum mínum, hvort sem það eru framtíðardraumar eða draumarnir sem mig dreymir. Hið daglega líf, hvernig ljós og skuggar mætast, hvernig sólin skapar form, áferðir og liti. Innblásturinn kemur úr umhverfinu mínu, frá vinum, börnunum mínum og andlegri vinnu,“ segir Kári og bætir við: „Sömuleiðis fæ ég innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða. Fólk veitir mér innblástur og þannig valdi ég fólkið í sýninguna, allt fólkið sem ég valdi í sýninguna hafði eitthvað sérstakt með sér bæði í útliti og fasi sem heillaði mig og fékk mig til þess að vilja mynda þau og setja þau í þann heim sem ég sá fyrir mér. Svo vann ég með svo góðu teymi af fagfólki sem hjálpaði mér að láta hugsjón mína verða af veruleika, án þeirra hefði ég aldrei getað þetta. Þau komu líka með góðar hugmyndir sem hjálpuðu mér að fara alla leið í þessu verkefni.“ View this post on Instagram A post shared by Kári - Sverriss (@karisverriss) Kári var með sambærilega sýningu undir heitinu The Art of Being Me í fyrra sumar og segir að hún hafi gengið mjög vel. „Hún var mjög vel heppnuð að öllu leyti. Ég fékk mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem fannst sýningin hafa hreyft við sér og fengið sig til þess að hugsa: Hver er listin að vera ég? Það voru rosalega margir sem tóku þátt, settu inn mynd af sér á samfélagsmiðla og deildu með öllum hver listin væri við að vera þau. Sýningin í fyrra stóð yfir í rúmlega mánuð og ég fékk mjög góðar viðtökur bæði frá Íslendingum og útlendingum.“ Kári að störfum fyrir sýninguna Being me.Edda Lovísa Mikilvægt að ögra sér og stækka Aðspurður hvort það sé berskjaldandi ferli að setja upp svona sýningu segir Kári: „Já, manni líður smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð, að opna sig svona upp á gátt. En ég held að það sé partur af ferlinu, partur af því að vera listamaður. Ef eitthvað veitir manni innblástur þá trúi ég því að maður verði að koma því út, á hvaða hátt sem er. Það er svo fallegt með list að það er hægt að tjá hana með alls konar hætti og það er ekki til neitt sem heitir rétt eða rangt, maður verður bara að fylgja innsæinu/hjartanu og vera alveg sama hvað öðrum finnst. Maður er svolítið að fá útrás fyrir sköpunargleðinni sinni og vonandi getur maður glatt einhvern í leiðinni. Ég er að eðlisfari smá feiminn en þetta er svona partur af því að opna sig, taka áhættur og fara út fyrir þægindarammann og stækka.“ Kári fékk ýmsar fyrirsætur með sér í verkefnið og segir verkefnið stækka sig sem listamann.Edda Lovísa Innsýn í draumaheiminn Hugmyndin á bak við sýninguna Being me er ferðalag Kára sem listamaður, faðir, vinur og allt sem snertir við honum í hinu daglega lífi. „Fyrir um tveimur árum eftir margra ára vinnutörn þá hafði ég í fyrsta skipti í mikinn tíma, tíma til þess að staldra við og njóta. Þá fór ég að taka eftir alls konar hlutum í umhverfinu og fólki sem ég kannski sá ekki áður vegna hraða. Markmiðið með sýningunni The art of being me sem ég setti upp í fyrra var að hvetja sem flesta til að staldra við og hugsa hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og einstök. Sýningin í ár er meira ég að sýna fólki hvernig ég sé lífið, hvað veitir mér innblástur og fólk kannski fær meiri innsýn inn í minn draumaheim. Flest módelin í sýningunni sóttu um að vera með í gegnum Instagram og einnig stoppaði ég fimm af módelunum út á götu og bað þau að vera með.“ Kári er þakklátur að fá að vinna með fagfólki að sýningunni.Edda Lovísa Sýningin opnar á Hafnartorgi Gallery, mathöllinni, á Menningarnótt og stendur til 7. september. Hún verður sömuleiðis á öðrum stað á Hafnartorgi í galleríi að Bryggjugötu 6a frá 25. ágúst - 31. ágúst. Sýningin er sölusýning og opin alla daga frá klukkan 13:00 - 17:00. Hægt verður að kaupa verk af heimasíðu Kára þegar sýningin opnar. Á bak við tjöldin við tökur á sýningu Kára. Myndirnar verða afhjúpaðar á Menningarnótt.Edda Lovísa
Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Menning Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira