Íslenski boltinn

„Hann setti á sig súperman-skikkju“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Bragi Sveinsson reynir skot að marki HK.
Ragnar Bragi Sveinsson reynir skot að marki HK. vísir/diego

Atli Viðar Björnsson hreifst mjög af framgöngu Ragnars Braga Sveinssonar, fyrirliða Fylkis, í fallslagnum gegn HK í Bestu deild karla í fyrradag.

Fylkir vann leikinn, 0-2, þrátt fyrir að hafa verið manni færri síðustu 37 mínúturnar eftir að Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk rautt spjald. Þá tók Ragnar Bragi málin í sínar hendur að mati Atla Viðars.

„Ég varð lítið var við Ragnar Braga framan af leik og þegar það voru ellefu á móti ellefu. Bara fín frammistaða og klassísk frammistaða frá honum,“ sagði Atli Viðar í Stúkunni í gær.

„En þegar þeir lentu manni undir setti hann bara á sig súperman-skikkju, tók leikinn til sín, liðið á herðarnar og bar það í þessa stöðu, að fara heim með stigin þrjú í Árbæinn.“

Klippa: Stúkan - Umræða um Ragnar Braga

Kjartan Atli Kjartansson benti á að nærvera Ragnars Braga hefði verið mjög áþreifanleg eftir að Fylkir varð manni færri.

„Hann var mjög aggresívur í að vinna boltann og stýra þessum tveimur fjögurra manna línum sem Fylkir var að verjast í,“ sagði Atli Viðar.

Með sigrinum á sunnudaginn komst Fylkir af botni deildarinnar. Liðið er þó enn í fallsæti.

Umræðuna um Ragnar Braga úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Hafði gott af of löngu banni

Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni.

„Árbærinn er vaknaður“

Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×