Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 11:35 Robert F. Kennedy yngri var lengi þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Í seinni tíð er hann aðallega þekktur fyrir samsæriskenningar um bóluefni. AP/Hans Pennink Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51
Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10