Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 11:35 Robert F. Kennedy yngri var lengi þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Í seinni tíð er hann aðallega þekktur fyrir samsæriskenningar um bóluefni. AP/Hans Pennink Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51
Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10