Um er að ræða mikið endurnýjaða eign þar sem smáatriðin skipta máli.
Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Úr miðrými eignarinnar er gengið inn í bjart stofurými um tvöfölda frönsk sem setur jarmerandi svip á heildarmyndina. Þaðan er útgengt á suðursvalir. Á góflum er ljóst eikarparket með chess-mynstri.


Bjartar stofur og fagrir munir
Klassísk húsgögn, innanstokksmunir og málverk prýða heimilið. Húsráðendur eru vafalaust miklir fagurkerar og hafa auga fyrir fallegri hönnun.
Við borðstofuborðið er J39- stólar hannaðir af danska hönnuðinn Børge Mogensen, árið 1947. Stólinn er úr sápuborinni eik með handofinni sessu úr náttúrulegum pappa, ekki ólíkt hinum vinsæla CH-24 stól eða Y-stólinn, eftir Hans J. Wegner, sem sést á mörgum íslenskum heimilum. Ljósið yfir borðinu er frá HAF-store.


Eldhúsið er rúmgott og bjart stúkað af með rennihurð. Innréttingin er hvít með góðu skápaplássi og granítstein á borðum.
Baðherbergið var endurnýjað að fullu fyrr á árinu á glæsilegan máta. Ljós innrétting og fallegar flísar spilar þar stórt hlutverk.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


