Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 19:31 Gríðarlegur hagvöxtur og kaupmáttaraukning á undanförnum árum hefur ýtt undir neyslu og framkvæmdir. Það hefur aukið á verðbólguna og þar með leitt til mikilla vaxtahækkana. Peningastefnunefnd telur ekki óhætt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki. Stöð 2/Einar Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil. Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. „Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að háir vextir hafi lítil áhrif á stóran hluta fólks, á meðan vextirnir bíti aðra.Stöð 2/Einar „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir seðlabankastjóri. Mikil neysla og framkvæmdir haldi uppi verðbólgunni ásamt mikilli eftirspurn eftir húsnæði. Þar hafi innkoma ríkisins á húsnæðismarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi að minnsta kosti tímabundin áhrif. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að kannski væri það í erfðamengi Íslendinga að halda neyslunni áfram þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti. Seðlabankastjóri segir kaupmátt hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum og hagvöxtur hvergi verið meiri en á Íslandi. Staða fólks væri hins vegar mjög misjöfn. „Fólk finnur mjög misjafnlega fyrir þessum vaxtahækkunum sem við höfum framkvæmt. Fyrir stóran hluta þjóðarinnar hefur það ekki haft mikil áhrif á neyslu, nei. - Og ekki á byggingariðnaðinn heldur að taka rándýr lán til að byggja? - Byggingariðnaðurinn hefur verið í mjög miklum vexti og það má segja að mesta eftirspurnin eftir vinnuafli er í byggingargeiranum. Líka mest af lánum sem eru tekin úr bankakerfinu eru til byggingariðnaðarins sem eru náttúrlega á fullu skriði. Að einhverju leyti að svara eftirspurn,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. 21. ágúst 2024 11:55 Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. „Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að háir vextir hafi lítil áhrif á stóran hluta fólks, á meðan vextirnir bíti aðra.Stöð 2/Einar „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir seðlabankastjóri. Mikil neysla og framkvæmdir haldi uppi verðbólgunni ásamt mikilli eftirspurn eftir húsnæði. Þar hafi innkoma ríkisins á húsnæðismarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi að minnsta kosti tímabundin áhrif. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar í gær að kannski væri það í erfðamengi Íslendinga að halda neyslunni áfram þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti. Seðlabankastjóri segir kaupmátt hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum og hagvöxtur hvergi verið meiri en á Íslandi. Staða fólks væri hins vegar mjög misjöfn. „Fólk finnur mjög misjafnlega fyrir þessum vaxtahækkunum sem við höfum framkvæmt. Fyrir stóran hluta þjóðarinnar hefur það ekki haft mikil áhrif á neyslu, nei. - Og ekki á byggingariðnaðinn heldur að taka rándýr lán til að byggja? - Byggingariðnaðurinn hefur verið í mjög miklum vexti og það má segja að mesta eftirspurnin eftir vinnuafli er í byggingargeiranum. Líka mest af lánum sem eru tekin úr bankakerfinu eru til byggingariðnaðarins sem eru náttúrlega á fullu skriði. Að einhverju leyti að svara eftirspurn,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. 21. ágúst 2024 11:55 Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Sjá meira
Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. 21. ágúst 2024 11:55
Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent