Innlent

Ó­venju­leg björgunar­að­gerð um borð í Herjólfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gunnhildur, lengst til hægri á mynd, ásamt fjölskyldu sinni í Herjólfi.
Gunnhildur, lengst til hægri á mynd, ásamt fjölskyldu sinni í Herjólfi. Vísir/Egill

Líf og fjör var um borð í Herjólfi í fyrradag, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út.

Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnhluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða. Pysjurnar eiga sér blessunarlega bandamenn í Eyjum, sem aðstoða þær við að komast í frelsið út á sjó. Samkvæmt vefsíðunni lundi.is hafa tæplega þrjú þúsund pysjur notið slíkrar aðstoðar frá árinu 2003. Sú þyngsta vó 416 grömm en sú léttasta aðeins 116 grömm.

„Við fórum bara í nótt, frá eitt til fjögur og vorum að safna pysjum niður í bæ, Vestmannaeyjum. Við náðum sautján í gærkvöldi og í dag fórum við og slepptum þeim lausum út á sjó. Núna fá þær að lifa af, annars hefðu þær örugglega dáið. Þannig að þetta er skemmtileg hefð,“ sagði Gunnhildur, einn bjargvættanna um borð í Herjólfi.

Egill Aðalsteinsson tökumaður myndaði fjörið og ræddi við bjargvættina um borð í Herjólfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×