Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Valentina Petrillo er fimmtíu ára gömul sjónskert spretthlaupakona sem keppir fyrir hönd Ítalíu, áður í karlaflokki en nú í kvennaflokki. Matthias Hangst/Getty Images Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið. Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið.
Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira