Dybala sagði nei takk við ellefu milljarða tilboði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 10:31 Paulo Dybala fagnar einu af mörkum sínum fyrir AS Roma á síðustu leiktíð. Getty/Francesco Pecoraro Argentínski framherjinn Paulo Dybala lætur peningana frá Sádi-Arabíu ekki freista sín og hann ætlar frekar að spila áfram með ítalska félaginu Roma. Erlendir fjölmiðlar segja frá því að Dybala hafi sagt nei takk við Sádana og hann staðfesti þetta líka óbeint á samfélagmiðlum sínum. Samkvæmt fréttum var Dybala boðið 83 milljónir Bandaríkjadala fyrir þriggja ára samning eða 11,4 milljarða í íslenskum krónum. „Takk fyrir Róm ... sjáumst á sunnudaginn,“ skrifaði Dybala á samfélagsmiðla sína. Dybala er á sínu síðasta tímabili á samningi sínum við Roma en sá argentínski fær eitt ár í viðbót spili hann að minnsta kosti fimmtán leiki í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann fær 7,5 milljónir evra í laun auk tveggja milljóna evra í mögulegum bónusum. ⛔️🇸🇦 Paulo Dybala has rejected €75m package as salary spread over three years from Al Qadsiah……he wanted to stay at AS Roma. 🟡🔴 pic.twitter.com/UPrU4DWD8L— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2024 Dybala á því möguleika að fá samtals 9,5 milljónir evra fyrir tímabilið eða um 1,4 milljarða íslenskra króna. Tilboðið frá Sádi-Arabíu bauð því upp á mikla launahækkun. Dybala kom til Roma frá Juventus árið 2022. Hann hefur skorað 34 mörk og gefið 18 stoðsendingar í 78 leikjum með liðinu. Stuðningsmenn Roma höfðu mótmælt hugsanlegri sölu á Dybala við höfuðstöðvar félagsins en eftir að Dybala gaf það út á samfélagsmiðlum að hann yrði áfram þá fögnuðu stuðningsmennirnir fyrir utan heimili hans í gærkvöldi og í nótt. 🚨❤️💛 Paulo Dybala refused a salary of €75M over three years in Saudi Arabia to stay at Roma! (@Guillaumemp) pic.twitter.com/fJFohH1QjY— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja frá því að Dybala hafi sagt nei takk við Sádana og hann staðfesti þetta líka óbeint á samfélagmiðlum sínum. Samkvæmt fréttum var Dybala boðið 83 milljónir Bandaríkjadala fyrir þriggja ára samning eða 11,4 milljarða í íslenskum krónum. „Takk fyrir Róm ... sjáumst á sunnudaginn,“ skrifaði Dybala á samfélagsmiðla sína. Dybala er á sínu síðasta tímabili á samningi sínum við Roma en sá argentínski fær eitt ár í viðbót spili hann að minnsta kosti fimmtán leiki í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann fær 7,5 milljónir evra í laun auk tveggja milljóna evra í mögulegum bónusum. ⛔️🇸🇦 Paulo Dybala has rejected €75m package as salary spread over three years from Al Qadsiah……he wanted to stay at AS Roma. 🟡🔴 pic.twitter.com/UPrU4DWD8L— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2024 Dybala á því möguleika að fá samtals 9,5 milljónir evra fyrir tímabilið eða um 1,4 milljarða íslenskra króna. Tilboðið frá Sádi-Arabíu bauð því upp á mikla launahækkun. Dybala kom til Roma frá Juventus árið 2022. Hann hefur skorað 34 mörk og gefið 18 stoðsendingar í 78 leikjum með liðinu. Stuðningsmenn Roma höfðu mótmælt hugsanlegri sölu á Dybala við höfuðstöðvar félagsins en eftir að Dybala gaf það út á samfélagsmiðlum að hann yrði áfram þá fögnuðu stuðningsmennirnir fyrir utan heimili hans í gærkvöldi og í nótt. 🚨❤️💛 Paulo Dybala refused a salary of €75M over three years in Saudi Arabia to stay at Roma! (@Guillaumemp) pic.twitter.com/fJFohH1QjY— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira