„Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. ágúst 2024 11:41 Ljós vonar hafi verið kveikt á fallegri minningarstund og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. „Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23
Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01